Gripla - 20.12.2013, Qupperneq 179
179
sköpun Adams nánast fram undir ritunartíma bókarinnar, þótt afar hratt
sé hlaupið yfir þá sögu. fleiri slíkar veraldarsögur eru til varðveittar, svo
sem handritið AM 764 4to.24 Stjórn er Biblíuþýðing með þónokkrum
málalengingum og viðbótum við upprunalega textann og hana mætti að
sönnu telja til veraldarsagna; ekki aðeins fyrir það að hún deilir formlegum
einkennum með veraldarsögum heldur einnig þar sem Biblían er í raun
sjálf veraldarsaga, eða nánar tiltekið þjóðarsaga gyðinga af ætt Abrahams og
grunnur allrar mannkynssögu á miðöldum. Stjórn I hefur flestar viðbætur
við upphaflegt efni, Stjórn II er nákvæm þýðing á Vúlgötu, en Stjórn III
hefur eitthvað af viðbótum.25 Þessar viðbætur eru oftast frásagnir af merk-
isatburðum í heimssögunni, svo sem trójustríði og sigrum Alexanders
mikla. Gyðinga saga hefst þar sem ævi Alexanders mikla lýkur og son-
arsonur hans, Anthiocus Magnus, „lagdi vndir sik. egipta land. ok gydínga
land“.26 Heimslýsing Hauksbókar hefst á sköpun heimsins og mannkynið
er þaðan rakið eftir hefðbundnum leiðum til samtímans, og mikilvægt er
að undirstrika að allt fylgir þetta skýrt afmarkaðri hefð sem lítið ber út af
á milli rita. Edda snorra sturlusonar hefst og á sköpun Adams og evu en
greinir svo frá því að mannfólkið „týndi Guðs nafni“ og þaðan er auðvelt
að rekja heiðindóminn sem á eftir fylgir.27 Oddaannálar, taldir ritaðir
24 um AM 764 4to sjá svanhildi óskarsdóttur, Universal History in Fourteenth-Century
Iceland: Studies in AM 764 4to (doktorsritg., university of London, 2000).
25 sjá t.d. Ian j. kirby, Biblical Quotation in Old Icelandic-Norwegian Religious Literature,
2 b., Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Rit, 9.−10. b. (Reykjavík: Stofnun Árna
Magnússonar á Íslandi, 1976−80), 1:52.
26 Gyðinga saga, útg. kirsten Wolf, stofnun Árna Magnússonar á íslandi, Rit, 42. b. (Reykja-
vík: stofnun Árna Magnússonar á íslandi, 1995), 3. svanhildur óskarsdóttir hefur bent á
að handritið AM 226 fol. sýnir berlega fram á að Stjórn, Rómverja sögu, Alexanders sögu og
Gyðinga sögu var ætlað að mynda samfellda veraldarsögu: „um aldir alda: Veraldarsögur
miðalda og íslenskar aldartölur,“ Ritið 5 (2005): 127. nánar um það hjá sverri jakobssyni,
„Hin heilaga fortíð: söguvitund og sameiginlegt minni í handritunum Hauksbók og AM
226 fol.“ Ritið 13 (2013): 147–64 (sjá sérstaklega 149−58).
27 The Uppsala Edda: DG 11 4to, útg. Heimir Pálsson, þýð. Anthony faulkes (Lundúnum:
Viking society for northern Research, 2012), 6. nú er heldur ekki ný hugmynd að rík
tengsl séu á milli Snorra-Eddu og alfræðiritunar (sem er nátengd veraldarsagnaritun), en
þeim mun meiri ástæða til að gefa slíkum athugunum meiri gaum en verið hefur síðustu
áratugi. sjá t.d. Margaret Clunies Ross, Skáldskaparmál: Snorri Sturluson’s Ars Poetica
and Medieval Theories of Language, the Viking Collection, 4. b. (óðinsvéum: odense
University Press, 1987), 151−73.
„eR ÞAt ILLt, At Þú VILt eLskA tRÖLL ÞAt“