Gripla - 20.12.2013, Qupperneq 180
GRIPLA180
ekki fyrr en á sextándu öld í sinni varðveittu gerð,28 fylgja sömu hefð29
og Oddverjaannáll sem ekki er skrifaður síðar en 159130 tengir ísland
sömuleiðis við upphaf mannkyns og goðsagnakennda fornaldarsögu.31
sama gildir um fjölmarga aðra annála.32 svona mætti lengi áfram telja áður
tæmdur væri brunnurinn.
einhverjum kynni að koma það spánskt fyrir sjónir að íslendingar
skuli hafa haft þvílíkan áhuga á fornaldarsögu annarra þjóða að jafnvel í
héraðsannálum hafi ekki þótt óeðlilegt að hefja frásögnina á sköpun heims-
ins eða valdatöku juliusar Caesars, og nú er það auðvitað ekki svo að við
sjáum nein sérstök tengsl milli stjórnmálaþróunar Rómarríkis og atburða
í íslenskum innsveitum, og er hér til tvenns að taka: að annálar þessir eru
annars vegar ritaðir af íslenskum lærdómsmönnum sem fylgdu eftir þeirri
lærdómshefð sem þeim var kunnug, og að innan þeirrar hefðar hins vegar
var mönnum ekki einasta tamt að finna heimsatburðum samhengi við
sjálfa sig og sín heimahéruð, heldur var þeim það beinlínis mikilvægt og
jafnvel skylt. Haukur erlendsson33 og snorri sturluson gátu til að mynda
báðir rakið ættir sínar alla leið aftur til Adams um jafet son nóa (sem víða
er sagður forfaðir allra norrænna manna), Príamos trójukonung, Þór son
hans, óðin forföður hinnar dönsku konungaættar skjöldunga og fleiri.
næst á eftir þessari upptalningu í uppsalahandriti Eddu er svo lögsögu-
mannatal sem sömuleiðis lýkur á snorra,34 og hugsunin er þá ef til vill sú
að sýna fram á að sjálfsagt sé að maður af svo glæsilegum ættum gegni virð-
ingarstöðum á íslandi.
Þessir síðasttöldu fornu höfðingjar eru vitanlega þeir sömu og snorri
28 Oddaannálar og Oddverjaannáll, útg. eiríkur Þormóðsson et al., stofnun Árna Magnússonar
á Íslandi, Rit, 59. b. (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 2003), xx−xxiii.
29 „skrifad er ad Adam forfader hafe hallded sier fra sinne kvinnu i 200. Ar, effter þad hann
sä ofarer Cains, sonar sijnz“, Oddaannálar og Oddverjaannáll, 5.
30 Oddaannálar og Oddverjaannáll, cxii.
31 „Anno mundi Þad er Aarum eptir skaupun [þessarar veralldar] Þriar þusundir nijuhundrut
og xvi aar byri[adist su fiorda] Monarchia edur einualldz herradæmi Romuerskra [mann]a
af [þeim v]ijdfræga keisara julio: af huers nafni Ad allir Romuerskir [kei]sarar hafa sijdan
sitt nafn tekid“, Oddaannálar og Oddverjaannáll, 49.
32 sjá t.d. Islandske annaler indtil 1578, útg. Gustav storm, det norske historiske kildeskrift-
fonds skrifter, 21. b. (ósló: norsk historisk kildeskriftfond, 1888).
33 Hauksbók: Udgiven efter de Arnamagnæanske håndskrifter no. 371, 544 og 675, 4°, samt forskellige
papirshåndskrifter, útg. finnur jónsson (kaupmannahöfn: kongelige nordiske oldskrift-
selskab, 1892−96), 504−5.
34 sjá The Uppsala Edda, 118−20.