Gripla - 20.12.2013, Qupperneq 181
181
nefnir Æsi og segir komna frá Asíu, vísir að aðfluttri norrænni aðalstétt
sem tignuð var (ranglega) sem guðir fram að kristnitöku. Þetta er þó langt
frá því að vera séríslensk hugmynd. til að mynda kemur það skýrt fram
í Bretakonungasögu Geoffreys af Monmouth (Historia regum Britanniae,
um 1136) að Bretar séu komnir af trójumönnum sem þurftu að glíma við
landvættina eða risann Gogmagog um yfirráð yfir landinu.35 Raunar var sú
saga allvel þekkt á íslandi og er meðal annars varðveitt í Hauksbók undir
fyrirsögninni Breta sogvr.36 slík „gervisagnfræði“ var ekki aðeins mikilvæg
til að finna ríkjasögunni stað innan veraldarsögunnar heldur mátti í gegnum
veraldarsöguna skýra tengsl tiltekinna hópa eða þjóða við hina guðdómlegu
ættboga Adams og nóa (þ.e. sets fyrir flóð, eða sems og jafets eftir flóð),
eða öllu heldur að þær væru ekki af hinum fordæmdu ættum bróðurmorð-
ingjans kains eða ættlerans Hams.37 Veraldarsöguhefðin greinir þjóðir
þannig í sundur eftir uppruna sínum samkvæmt ritningu og rekur sögu
þeirra fram í tíma til þess sem söguna ritar. Önnur sagnfræðirit hlutu að
lúta sama skilningi á heiminum og það er þess vegna sem íslendingar ekki
aðeins skrifa Rómverja sögu og skeyta henni inn í veraldarsöguna, en setja
auk þess annálaskrif í slíkt heimssögulegt samhengi.
Það er því ljóst að tengsl íslands við veraldarsöguna þurfti að árétta engu
síður en tengsl íslands við upphafið og kristindóminn. Það er einnig ljóst
að það voru ekki aðeins íslendingar sem voru uppteknir af þessu, heldur
fylgdu þeir sömu hefð og lærdómsmenn víðast í evrópu.38
Hinar margháttuðu þjóðir
Þótt aðgreining eftir trúarbrögðum hafi verið almenn á aðgreining vegna
þjóðernis sér hins vegar ekki stað á meðal íslendinga samkvæmt sverri
jakobssyni, sem telur að risaþjóðir hafi yfirleitt verið taldar til manna
fremur en skrímsla.39 Haukur erlendsson var vel kunnugur hinum
35 jeffrey jerome Cohen, Of Giants: Sex, Monsters, and the Middle Ages, Medieval Cultures,
17. b. (Minneapolis: University of Minnesota Press, 1999), 29−36.
36 Hauksbók, 231−302. Þar heitir forynjan Goemagog (sjá 243).
37 um ætt kains á miðöldum má fræðast hjá john Block friedman, The Monstrous Races in
Medieval Art and Thought (Syracuse, NY: Syracuse University Press, 2000), 87−107.
38 um veraldarsögur, sjá sérstaklega svanhildi óskarsdóttur, „um aldir alda“. sjá einnig sverri
tómasson, „Heimsaldrar og annálar,“ í Íslensk bókmenntasaga, 1. b., ritstj. Vésteinn ólason,
2. útg. (Reykjavík: Mál og menning, 2006), 402−10.
39 sverrir jakobsson, Við og veröldin, 353.
„eR ÞAt ILLt, At Þú VILt eLskA tRÖLL ÞAt“