Gripla - 20.12.2013, Side 183
183
mologiae.44 ísidór nefnir þar til að mynda risa og dregur þá merkingu
af heiti þeirra (gigantes) út frá grískum orðsifjum að þeir séu fæddir af
jörðinni; hins vegar séu þeir einnig jafnan nefndir ,synir jarðar‘ sem séu
óskilgetnir eða af óvissu ætterni. ísidór telur tilefni til að kalla þá hugmynd
rangtúlkun á heilagri ritningu að risar séu afsprengi engla og mannsdætra,45
og hefur að vísu þau rök frá Ágústínusi,46 en í Genesis 6.4 segir: „Á þeim
tíma voru risarnir á jörðinni og einnig síðar er synir Guðs höfðu samfarir
við dætur mannanna og eignuðust með þeim börn. Það voru hetjurnar sem
í fyrndinni voru víðfrægar.“47
sú hugmynd að áður fyrr hafi menn verið langlífari og stærri, jafnvel
hálfgerðir risar, er alþekkt í miðaldaheimildum. jeffrey Cohen nefnir að
engilsaxar hafi haft sérstakt orð yfir fornar steinmyndanir sem þeir töldu
vera af annarra völdum en manna: enta geweorc, „verk risa“.48 sambærilegar
hugmyndir um hina fornu jötna og smíðar þeirra má finna í eftirheim-
ildum um norræna trú, svo sem í ritinu Eddu frá þrettándu öld, og nú
væri það ekki sérlega djarft að halda því fram að snorra sturlusyni hafi
verið kunnugar slíkar hugmyndir annars staðar frá. enda koma risar jafnt
fyrir í Biblíunni og í endursögnum veraldarsagna á fyrstu bókum Gamla
testamentisins, til að mynda í Stjórn og í Veraldar sögu. í þeirri síðarnefndu
segir í einum stað: „A þeim tiðvm varo men langlifir sva at margir havfdv
litit fatt <i> .m. ara49 varo storir sem risar oc varo synðgir oc sidlausir flestir
allir nema faer men.“50 sá tími sem hér er vísað til er hinn fyrsti heims-
aldur, það er sá tími sem leið frá sköpun heimsins fram að nóaflóði. saxi
málspaki færir einnig rök fyrir því að forfeður dana hafi verið risar, sem
hann nefnir raunar ófreskjur í sömu andrá.51
44 Etymologiae, sem ritað var á 7. öld, var afar áhrifaríkt rit um margar aldir. sambærilegan
kafla um „margháttaðar þjóðir“ má því t.a.m. finna í Hauksbók (165−6) sem rituð var á
íslandi af Hauki erlendssyni (d. 1334).
45 ísidór frá sevilla, The Etymologies of Isidore of Seville, útg. og þýð. stephen A. Barney et al.
(Cambridge: Cambridge University Press, 2006), 244−5 (bók XI. iii. 12–27).
46 Heilagur Ágústínus, The City of God Against the Pagans, 4:546−61 (bók XV, 23. k.).
47 Vegna skorts á fræðilegri útgáfu Biblíunnar á íslensku er hér vísað í: Biblían: Heilög ritning
(Reykjavík: Hið íslenska Biblíufélag og jPV útgáfa, 2007).
48 Cohen, Of Giants, 5−7.
49 M, mille = þúsund.
50 Veraldar saga, útg. jakob Benediktsson, samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur,
61. b. (kaupmannahöfn: samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, 1944), 10.
51 „Danicam uero regionem giganteo quondam cultu exercitam eximię magnitudinis saxa
„eR ÞAt ILLt, At Þú VILt eLskA tRÖLL ÞAt“