Gripla - 20.12.2013, Síða 188
GRIPLA188
ef jerúsalem var miðja heimsins, þar sem fólk var í mestum tengslum
við guðdóminn og þar sem loftslagið var eins líkt Paradís og hugsast gæti,
skoðum þá nánar andstæðuna. Hverslags skepnur bjuggu við mestar öfgar
í loftslagi? ófreskir kynþættir mannsins bjuggu utan við land gyðinga
fyrir botni Miðjarðarhafs og þeir urðu ófreskari því fjær sem dró, svo sem
hundshöfðarnir í Indíalandi eru til vitnis um og þjóðflokkur hinna höf-
uðlausu Blemmýa í eþíópíu. Á jaðarsvæðum er einnig algengt að ýmsar
furðuskepnur geri vart við sig, til dæmis drekar og jakúlar. skýþía er heims-
hluti í norðri og austri sem einnig er illa haldinn af óguðlegu fólki. naomi
Reed kline hefur greint ýmsar ófreskjur skýþíu á Herefordkortinu (um
1300), þar með talinn sjálfan Andkrist sem sýndur er umluktur miklum
vegg sem Alexander mikli átti að hafa reist. skýþíu mun ennfremur vera
þannig lýst í De mirabilibus mundi eftir solinus að hún sé „hræðilegri staður
en unnt er að trúa“ og „óbærilega kaldur“ allan ársins hring. Þar búa mann-
ætur sem brotist gætu úr prísund sinni þá og þegar, og vísar það vænt-
anlega aftur í varnarmúr Alexanders.71 Á Walspergerkortinu (1448–49)
má finna Gog og Magog í skýþíu, en þar hafa flest skrímslin verið færð í
hásuður.72
Hver eru Gog og Magog? í Fyrstu Mósebók er nefndur sonur nóa,
jafet, sem á soninn Magog. frá hverjum syni nóa urðu til þjóðir sem
ítarlega eru raktar.73 í Veraldar sögu segir að „fra þesvm .iii. sonvm noa
er komið allt mankyn. þær þiodir erv komnar frá kam er bygðv svdrhalfo
heimsins. en þer fra sem er austreg bygdv ok þadan er Gydingalydr. en
þær þiodir fra Iafeð er nordrhalfv bygðv.“74 Hin fordæmda ætt Hams var
nefnd fyrr í þessari ritsmíð og samhljómur er með Veraldar sögu og þeirri
hugmynd að hann sé ættfaðir hinna ófresku þjóða í suðri, og því heldur
má ætla að Magog Opinberunarbókarinnar sé ein þessara þjóða í norðri af
ætt jafets líkt og Veraldar saga gefur til kynna. Magog er einnig nefndur í
Örvar-Odds sögu þegar oddr hittir kænmar sem „réð fyrir kænugörðum
,pairidaêza‘, sem hafi táknað ,umluktan garð‘, Íslensk orðsifjabók (Reykjavík: orðabók
Háskólans, 1989), 701.
71 kline, „the World of strange Races,“ 37—8. sjá einnig naomi Reed kline, Maps of
Medieval Thought: The Hereford Paradigm (Woodbridge: Boydell Press, 2001), 146—64.
72 john Block friedman, „Monsters at earth’s Imagined Corners,“ 47—8.
73 1M 10.1—32.
74 Veraldar saga, 13.