Gripla - 20.12.2013, Side 189
189
[kiev], en þar byggði fyrst Magok, sonr japhets nóasonar“.75 Breski
frumbygginn Gogmagog eða Goemagog hefur þegar komið við sögu í þess-
ari ritsmíð. Þjóðirnar Gog og Magog virðast því í æði mörgum tilvikum
hafa verið tengdar við illar ófreskjur í norðurhluta heimsins, ekki síst í
skýþíu eða svíþjóð hinni miklu sem er nokkuð stórt svæði eða gróflega allt
Rússland, síbería og jafnvel lönd sunnar, svo sem Afganistan og fleiri.
jafnt í goðsögnum Alexandershefðarinnar sem þýddar voru á þjóðtung-
ur um allan hinn vestræna heim, þar með talið á íslensku,76 og í þjóðhátt-
arfræðum solinusar og þar með einnig á heimskortum er Gog og Magog
lýst sem hryllilegum þjóðflokkum sem Alexander mikli fangelsaði á
bak við múra með rammlæstum járnhliðum líkt og áður var drepið á,
ýmist í kákasus eða kaspíafjöllum. Við komu Andkrists munu Gog og
Magog brjótast úr prísund sinni og berjast við hlið hans, líkt og lýst er í
Opinberunarbókinni.77 í Gog og Magog rekjast saman þessir tveir þræðir:
heimsendaspáin og ófreskjan, sömu tveir þræðir raunar og snúast saman í
heimildum Snorra-Eddu, sem rétt einsog Eddan sjálf eru aðeins varðveittar
í skrifum kristinna lærdómsmanna. Þar höfum við jötna og ragnarök í
stað ófreskja á dómsdegi, en auðvitað eru jötnar engu minni ófreskjur á
meðan þeir standa utan við hið viðurkennda samfélag. Þar koma og fyrir
Múspellssynir, en múspell merkir einmitt heimsslit og varðveitt er að
stærstum hluta samnefnt fornháþýskt kvæði Muspilli frá níundu öld, sem
eitt sinn var talið að væri kristileg endursögn á ragnarökum en nú er sam-
hljómur um að sé hreinræktað kristilegt heimsendakvæði, þar sem einblínt
er á baráttu elíasar spámanns við Andkrist. Raunar er ófreskjan alltaf
nátengd hugmyndinni um endalok heimsins, og ófreskjan kemur alltaf utan
af jaðrinum. Þegar skoðuð eru miðaldakort, af veröld þar sem jerúsalem er
miðjan, þá eru norðurlönd engu minni jaðar en eþíópía eða Indland.
Þessi jaðar var þó ekki fastur eða óbreytanlegur: líkt og john Lindow
hefur bent á þá er ísland þegar kristið landsvæði þegar hinir heiðnu
landnámsmenn koma þangað frá noregi, og það er ljóst að það á fyrir
þeim að liggja að verða kristnir; frá íslandi ferðast þeir lengra út á hinn
raunverulega jaðar þar sem hinir ógnvænlegu skrælingjar Vínlands búa,
75 Örvar-Odds saga, í Fornaldarsögur Norðurlanda, 1:30. k.
76 sjá t.a.m. alþýðlega útgáfu Alexandreis, það er Alexanders saga á íslensku, útg. Gunnlaugur
Ingólfsson (Reykjavík: steinholt, 2002).
77 opb 20.7—10. sjá kline, „the World of strange Races,“ 36—8; friedman, „Monsters at
earth’s Imagined Corners,“ 43—4.
„eR ÞAt ILLt, At Þú VILt eLskA tRÖLL ÞAt“