Gripla - 20.12.2013, Qupperneq 191
191
þá rétt einsog á okkar dögum, en að sama skapi vafðist ekki fyrir lærðum
mönnum að láta sem heimurinn væri kringla þegar þeim bauð svo við að
horfa. Þessar hugmyndir stönguðust ekki hvor á við aðra á miðöldum.84
Þannig er það einnig ef við lítum til íslendingasagna, að því fjær sem
dregur frá samfélagsmiðjunni þeim mun tröllslegra verður mannfólkið, og
úti á jaðri heimsins komast menn í tæri við skrímsli.85 og svo virðist sem
tengsl séu á milli hinna ófresku þjóða, niðja Magogs, og hinna tröllvöxnu
ættfeðra norrænna manna.86
3. tröll í Hrafnistumannasögum
svipaðan jaðar sem svo berlega er lýst í Eddu og greina má í hugmyndum
um miðju heimsins, siðferði og loftslag er einnig að finna í Hauksbók, þar
sem sagt er að finnmörk hafi í fyrndinni verið kölluð jötunheimar og risar
verið víða.87 Risar voru hluti af sögu og sjálfsmynd íslendinga og menn
röktu ættir sínar til þeirra. og þetta gerðu fleiri en íslendingar, til dæmis
var vinsælt meðal þýskra klerka á þrettándu öld að reyna að rekja ættir
sínar til fornaldarrisa Biblíunnar.88 nágrannarnir voru risar líka: sverrir
jakobsson hefur bent á að í svonefndum jötunheimum í finnmörk bjuggu
samar, eða finnar einsog þeir eru jafnan nefndir í norrænum heimildum.
Þaðan í austurátt voru svo Bjarmar, sem ekki voru síður framandi norrænu
fólki. sverrir bætir við að í „norsku lagamáli er minnst á hálf-finna en
í sögum er getið um hálftröll eða hálfrisa. orðin ,tröll‘ og ,finni‘ eru
84 um þetta má fræðast hjá sverri jakobssyni, Við og veröldin, 75–84; sverri jakobssyni,
„Myndirnar af heiminum: um heimsbelli, heimskringlur og Vínlandsferðir norrænna
manna,“ í Vísindavefur: Ritgerðasafn til heiðurs Þorsteini Vilhjálmssyni sjötugum, ritstj. einar
H. Guðmundsson et al. (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2010), 231—8; Þorsteini
Vilhjálmssyni, Heimsmynd á hverfanda hveli: Sagt frá heimssýn vísindanna frá öndverðu fram
yfir daga Newtons, 1. b., Heimsmynd vísinda frá öndverðu til Kópernikusar (Reykjavík: Mál
og menning, 1986); david Ashurst, „journey to the Antipodes“.
85 Arngrímur Vídalín, The Supernatural in Íslendingasögur.
86 Margaret Clunies Ross vill halda hvoru tveggja opnu í senn, að fólk hafi tekið það alvarlega
að vera afkomendur trölla, og að slík ættfræði hafi verið til skemmtunar, „fornaldarsögur
as fantastic ethnographies,“ í Fornaldarsagaerne, 317—18.
87 sjá Sögu Heiðreks konungs hins vitra í Hauksbók, 350. sjá einnig sverri jakobsson, Við og ver-
öldin, 246—76.
88 sverrir jakobsson, Við og veröldin, 246. sjá heildarumfjöllun hans um risaþjóðir í sama riti,
sérstaklega 246–60ff.
„eR ÞAt ILLt, At Þú VILt eLskA tRÖLL ÞAt“