Gripla - 20.12.2013, Qupperneq 194
GRIPLA194
drepið þau tröll sem faðir hans vísaði honum til heldur hann norður fyrir
finnmörk. fyrst rekst hann á tröllkonu sem tekur í stafninn og hristir
skipið, svo lendir hann í hrakningum en hvalur sem honum sýnist hafa
mannsaugu skýlir honum fyrir veðrinu; nokkru síðar drepur hann tröll-
konuna forað sem bregður sér í hvalslíki að lokinni sennu þeirra á milli og
er óljóst hvort um er að ræða sömu tröllkonu eða hvort tengsl eru á milli
hennar og fyrri hvalsins, þótt samhengisins vegna sé það ósennilegt. síðan
drepur ketill Gusi finnakonung, sem virðist af frásögninni vera tengdur
við seið eða útisetur: „um vetrinn eftir jól fýstist ketill í burt. en Brúni
kvað eigi þat mega fyrir vetrarríki ok illum veðrum, – ,en Gusir finna kon-
ungr liggr úti á mörkum‘.“103 Af Gusi hefur ketill örvarnar Gusisnauta,
sem erfast svo frá einni kynslóð til annarrar í Hrafnistumannasögunum.
Þær örvar eru gæddar þeim galdri að þær hæfa alltaf í réttan stað hvernig
sem þeim er skotið. sverrir jakobsson hefur bent á að lærðir höfundar hafi
verið sammála um galdramátt sama og nefnir þar saxa málspaka, Adam
frá Brimum og ritara Historia Norvegiae; einnig nefnir hann að í „fornum
kristinrétti norskum er varað við því að trúa á finna, fara til finna, gera
finnfarar, fara á finnmerkur að spyrja spá.“104 Þessar frásagnir eru fráleitt
allar neikvæðar, og ekki er hægt að segja annað en að galdragripirnir
Gusisnautar og brynja Örvar-odds sem járn bíta ekki komi söguhetjunum
vel. Þó eru ívið fleiri neikvæð dæmi og nefna má tvö slík til viðbótar sem
telja má nokkuð fróðleg. Annars vegar er það í áðurnefndri sennu ketils
hængs við tröllkonuna forað, þar sem hann líkir henni við marga þá
„myrkriðu“ sem orðið hefur á vegi hans;105 hins vegar eftir að ketill hefur
sagt skilið við forað, þegar hann vaknar upp nótt eina við
brak mikit í skóginum. Hann hljóp út ok sá tröllkonu, ok fell fax á
herðar henni. ketill mælti: „Hvert ætlar þú, fóstra?“ Hún reigðist
1991), 119–135. jóhanna katrín friðriksdóttir tekur um margt í sama streng en er einnig
gagnrýnin á umfjöllun Helgu, og færir fyrir því rök að hlutverk tröllkvenna í forn-
aldarsögum sé mun ítarlegra en greining Helgu gefur til kynna. sjá jóhönnu katrínu
friðriksdóttur, Women in Old Norse Literature: Bodies, Words, and Power, the new
Middle Ages (new york: Palgrave Macmillan, 2013), 59–77.
103 Ketils saga hængs, 3. k.
104 sverrir jakobsson, Við og veröldin, 250—51. Mjög ítarlega umfjöllun um seið og sama
má finna hjá neil Price, The Viking Way: Religion and War in Late Iron Age Scandinavia
(uppsölum: uppsala university, 2002), 91–232.
105 Ketils saga hængs, 4. k.