Gripla - 20.12.2013, Síða 195
195
við honum ok mælti: „ek skal til tröllaþings. Þar kemr skelkingr
norðan ór dumbshafi, konungr trölla, ok ófóti ór ófótansfirði ok
Þorgerðr Hörgatröll ok aðrar stórvættir norðan ór landi. dvel eigi
mik, því at mér er ekki um þik, síðan þú kveittir hann kaldrana.“
ok þá óð hún út á sjóinn ok svá til hafs. ekki skorti gandreiðir í
eyjunni um nóttina.106
tröll geta þannig bæði verið myrkriður og gandriður. Hér rekjast tveir
þræðir saman: annars vegar áðurnefnd tengsl trölla og galdra, hins vegar
tengsl sama og galdra, og styður það frekar þá kenningu að tröll Hrafn-
istumannasagna og samar séu ekki með öllu ótengd, hvort sem þau tengsl
eru hugmyndafræðileg eða annars eðlis. og beinlínis er ýjað að því í Ketils
sögu að ketill sé útvörður jaðarsins á milli siðmenningarinnar í Hrafnistu
og útgarðsins þar sem tröllin búa,107 þegar ketill hefur kynnt sig fyrir
foraði og hún svarar: „nær væri þér at vera heima í Hrafnistu en dratta
einum til útskerja“.108 ketill er farinn að skipta sér af tröllheimum og henni
líkar það engan veginn.
Gríms saga loðinkinna hefst á því annars vegar að tilvonandi brúður
Gríms hverfur í kjölfar þess að hún eignast nýja stjúpmóður sem er illa við
hana,109 og hins vegar að mikið hallæri verður á Hálogalandi. svo virðist sem
matarskortur og tröllagangur séu nátengd fyrirbæri í Hrafnistumannasögum.
ketill hængur fer ekki einu sinni til að afla nauðsynja, heldur alls fjórum
sinnum í sögunni. í fyrstu ferð sinni fer hann til Miðfjarðar þar sem hann
hittir fyrrnefndan surt jötun og sér þar mikinn veiðifanga. Hina næstu ferð
fer hann til Vitaðsgjafa og þar skortir ekki síður veiðiskap. ketill aflar sér
fanga og leggst til svefns en morguninn eftir er allt horfið. sá sem tekið
hafði vistirnar reynist vera jötunninn kaldrani sem er í slagtogi við tvö tröll
106 Ketils saga hængs, 5. k.
107 svo á jaðrinum er Hrafnista að Hallbjörn hálftröll varar ketil við nyrsta hluta eyjarinnar,
þ.e. þeim hluta hennar sem næstur er tröllaslóðum útjaðarsins. Þegar ketill virðir varn-
aðarorð föður síns að vettugi og heldur norður í eyna mætir hann fljúgandi, eldspúandi
dreka (sjá Ketils sögu hængs, 1. k.). í íslenskum fornsögnum halda drekar sig jafnan fjarri
mannabyggðum en byggja heldur ónumin svæði í ystu afkimum heimsins (sbr. Arngrímur
Vídalín, The Supernatural in Íslendingasögur, 69–74 og 87–93).
108 Ketils saga hængs, 5. k.
109 Þessu svipar til stjúpmæðrasagna og minnisins um ofsótt börn konunga, sbr. Ármann
jakobsson, „the Hunted Children of kings: A theme in the old Icelandic sagas,“
Scandinavica 43 (2004): 5—27.
„eR ÞAt ILLt, At Þú VILt eLskA tRÖLL ÞAt“