Gripla - 20.12.2013, Page 196
GRIPLA196
í nærliggjandi helli. í þriðju för sinni, að þessu sinni til finnmerkur, mætir
ketill tröllkonu og nær aðeins að bjarga nokkrum smjörlaupum af öllum
sínum vistum sem hann þarf síðar að sjá á eftir í hendur hinna dularfullu
finna sem áður var getið.110 eftir að Grímur sonur hans loðinkinni er kom-
inn til sögunnar mæta þeir feðgar trölli við á eina og ketill hrekur það á brott
með vísu, en í henni segir meðal annarra orða: „Búsifjar okkrar / hygg ek
batna munu“,111 en þeim búsifjum veldur væntanlega veiðiþjófnaður tröllsins
úr ánni. fjórðu veiðiferð sína fer ketill því það „gerðist hallæri mikit, fyrir
því at fiskrinn firrðist landit, en kornárit brást, en ketill hafði fjölmennt, ok
þóttist sigríðr þurfa fanga í búit“. í þessari ferð mætir hann fleiri tröllum en
svo lýkur að ketill snýr aftur heim með fullt fang matar.112
Hið sama er uppi á teningnum í Gríms sögu, því þegar Grímur heldur af
stað í leit að fæði heldur hann einnig út á jaðarinn, norður fyrir finnmörk
og austur til Gandvíkur. Þar er nógur veiðifangi, en morguninn eftir
þegar þeir félagar eru klæddir sjá þeir að allur veiðifangi þeirra er á bak
og burt. Þessu valda tvær tröllkonur.113 tveim dögum síðar berst Grímur
í neyð sinni um hvalreka en er særður til ólífis. Honum til bjargar kemur
Geirríður Gandvíkurekkja, sem vægast sagt er ófrýnileg.114 í ljós kemur að
Geirríður er engin önnur en hin týnda heitmey Gríms í álögum. Hin illa
Grímhildur stjúpmóðir hennar úr finnmörk hafði lagt á hana þessi álög og
er svo hegnt fyrir að belgur er dreginn yfir höfuð hennar og hún barin til
dauða einsog hver önnur galdrakind.115 Aftur ýtir þetta undir tengsl finna
eða sama við galdur. Þegar álögunum hefur svo verið aflétt af Lofthænu,
heitmey Gríms, og „tröllkonuhamr“ hennar brenndur, þá eru veiðiföngin
orðin nóg. Þannig eru tröll Hrafnistumannasagna ekki aðeins framandgerð
sakir þess sem þau borða líkt og áður var drepið á, heldur virðast þau
beinlínis éta alla aðra út á gaddinn séu þau ekki stöðvuð.
110 Ketils saga hængs, 3. k.
111 Ketils saga hængs, 4. k.
112 Ketils saga hængs, 5. k.
113 Gríms saga loðinkinna, 1. k.
114 Gríms saga loðinkinna, 2. k.
115 Hliðstætt dæmi má t.a.m. finna í Gísla sögu Súrssonar, útg. Björn k. Þórólfsson, íslenzk
fornrit, 6. b., Vestfirðinga sǫgur (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1943), 19. k.: „en er
Bǫrkr frétti þessi fákynstr, þá ferr hann upp á Annmarkastaði ok lætr taka Auðbjǫrgu ok
ferr með hana út á saltnes ok berr hana grjóti í hel. ok er þetta er liðit, ferr Gísli heiman
ok kemr á Nefsstaði ok tekr Þorgrím nef hǫndum ok fœrir á Saltnes, ok er dreginn belgr
á hǫfuð honum, ok er barðr grjóti til bana ok er kasaðr hjá systur sinni“.