Gripla - 20.12.2013, Side 198
GRIPLA198
eyþjófsbana í frásögn óðinsmyndarinnar Rauðgrana,122 og eru Bjarmar
sagðir hafa látið „seiða at Ögmundi, svá at hann skyldi engi járn bíta
atkvæðalaus. Því næst blótuðu þeir hann ok trylldu123 hann svá, at hann
var engum mennskum manni líkr.“124 Rauðgrani segir einnig frá móður
Ögmundar sem áður var gýgur en hefur nú breyst í finngálkn og liggur
á skógum og leitar odds. Ögmundur er einnig sagður vera tröll og við
sögulok kemur í ljós að oddur getur ekki drepið Ögmund því að hann er
ekki síður andi en maður.125 Hér eru ljós tengsl Bjarma við galdur og þar
með trölldóm,126 og Ögmundur er af gýgi kominn. en oddur er sjálfur af
ættum trölla, er líkt við tröll127 og hefur einnig verið magnaður upp þótt á
annan hátt sé, með galdraörvum og brynju, svo ef til vill er ekki óeðlilegt
að velta upp þeirri spurningu hvort nokkur munur sé á þeim þegar öllu
er á botninn hvolft.128 Ögmundur er magnaður upp til að hefna fyrir
Bjarmalandsförina, en frá upphafi reynir hann að friðmælast við odd þvert
á þær fyrirætlanir sem Rauðgrani ætlar honum, og vill sá síðarnefndi þó
sjálfur að oddur friðmælist við Ögmund. Það er oddur sem fyrir enga
muni vill sættast. fæðardeilur þeirra snúast fyrst og fremst um hefnd og
heiður, rétt einsog fæðardeilur íslendingasagna. Ögmundur er því sennilega
mennskasti andstæðingur Örvar-odds þrátt fyrir allan sinn trölldóm og
óljósa tilveru í efnisheiminum að mennskan er fremur skilgreind af atferli
en öðrum eiginleikum; það er sannarlega hægt að fæðast tröll, en eins
122 Þar er ég meira sammála ferrari sem segir að „the identification of Rauðgrani with
óðinn is not authenticated by the narrative voice, which simply attributes it to a diffused
opinion“ („Possible Worlds of sagas,“ 279—80), en Annette Lassen sem samþykkir
gagnrýnislaust að hér sé óðinn á ferðinni („den prosaiske odin. fortidssagaerne som
mytografi,“ í Fornaldarsagornas struktur och ideologi: Handlingar från ett symposium i Uppsala
31.8–2.9 2001, ritstj. Ármann jakobsson et al., nordiska texter och undersökningar, 28. b.
(uppsölum: uppsala universitet, 2003), 205—19.
123 Ármann jakobsson hefur bent á tengsl sagnarinnar trylla í þessu samhengi við tröll, „Hvað
er tröll?“, 101–3.
124 Örvar-Odds saga, 19. k.
125 Örvar-Odds saga, 30. k.
126 sjá Ármann jakobsson, „Hvað er tröll?“
127 sjá Örvar-Odds sögu, 4. k.
128 eina af ýmsum túlkunum á sömu hugmynd má finna hjá Martin Arnold, „Við þik sætt-
umsk ek aldri. Ǫrvar-Odds saga and the Meanings of Ǫgmundr Eyþjófsbani,“ í Making
History: Essays on the Fornaldarsögur, ritstj. Martin Arnold et al. (Lundúnum: Viking
society for northern Research, 2010), 95–98.