Gripla - 20.12.2013, Side 199
199
algengt er að menn verði tröll,129 og vegna þess hve líkir þeir eru er erfitt
að fallast á mennsku Örvar-odds nema Ögmundur njóti hennar einnig.
Þannig varpar lengri gerð Örvar-odds sögu óvænt upp þeirri spurningu
hvort tröllið búi ef til vill innra með okkur öllum. Hinn er ekki til nema í
samanburði við sjálfið.130
eina Hrafnistumannasögu hef ég ekki enn nefnt, en það er Áns saga
bogsveigis, sem nokkuð hafa verið skiptar skoðanir um hvort tilheyri í
raun og veru þeirri sagnaheild.131 sagan er sannarlega töluvert frábrugðin
öðrum Hrafnistumannasögum, en þegar Án snýr aftur til ættarlenda sinna
í Hrafnistu undir lok sögunnar átti hann „opt at berja um þær skinnkyrtlur
norðr þar, ok þótti hann inn mesti maðr fyrir sér“.132 Hér er freistandi að
álykta undir eins að um tröllkonur sé að ræða.133 Það þarf þó að sýna aðgát
í því sem öðru enda getur „skinnkyrtla“ hæglega verið fjarska venjuleg
kona þótt hún sé jöðruð sakir klæðnaðar. Það virðist til dæmis vera tilfellið
í Grænlandsför Þorgils og félaga í Melabókargerð Flóamanna sögu134 sem
jafnframt er elsta varðveitta brotið:135
um morguninn, er Þorgils kom út, sá hann rekald mikit í vök
einni ok þar [hjá] konur tvær í skinnkyrtlum, ok bundu sér byrðar
ákafliga [m]iklar. Þorgils hleypr þagat til ok höggr þegar til annarrar
með sverðinu jarðhússnaut, í því er hon færðist undir byrðina, ok
rekr af henni höndina uppi viðr öxlina. Byrðrin fell niðr, en hon
hljóp á burt. Þeir taka <reka>ldit undir sik, ok er þá eigi vistarskortr
um vetrinn.136
129 sbr. Ármann jakobsson, „Identifying the ogre“.
130 sbr. „Myndin af ‚hinum‘ er um leið mynd af ‚okkur‘“, sverrir jakobsson, Við og veröldin,
33.
131 Leslie hefur nýverið fært skynsamleg rök fyrir því að Áns saga sé hluti af sömu frásagn-
arhefð um Hrafnistumenn, þrátt fyrir hve frábrugðin hún er öðrum Hrafnistumannasögum,
„the Matter of Hrafnista,“ 169–208. um andstætt sjónarmið, sjá t.d. sean Hughes, „the
Literary Antecedents of Áns saga bogsveigis,“ Mediaeval Scandinavia 9 (1976): 196–235.
132 Áns saga bogsveigis, í Fornaldarsögur Norðurlanda, 1:7. k.
133 Það gerir útgefendi Flóamanna sögu í íslenzkum fornritum, Þórhallur Vilmundarson, sbr.
Flóamanna saga, útg. Þórhallur Vilmundarson, íslenzk fornrit, 13. b., 290, nmgr. 1.
134 AM 445 B 4to.
135 sjá íslenzk fornrit, 13. b., cxxxiv—cxlii.
136 Flóamanna saga, 24. k.
„eR ÞAt ILLt, At Þú VILt eLskA tRÖLL ÞAt“