Gripla - 20.12.2013, Page 200
GRIPLA200
Árásin kann að virðast tilefnislaus, en þeir Þorgils og félagar eru mat-
arlausir og því ekki yfir það hafnir að grípa til örþrifaráða. Þó vekur
athygli að eftir að hönd annarrar konunnar hefur verið tekin af henni
með sverðsegg, þá fellur hún ekki dauð niður heldur hleypur hún á brott.
konur í skinnkyrtlum eru framandlegar og það sannast á því þegar þær
lifa af náðarhöggið. Þó að þær kynnu að virðast eðlilegar á yfirborðinu þá
kemur skinnkyrtillinn upp um þeirra rétta eðli, enda reynast þær búa yfir
yfirnáttúrlegum styrk og það virðist réttlæta árásina. Áhugaverð lesbrigði
birtast síðan í yngri gerðum sögunnar þar sem skinnkyrtlurnar eru orðnar
að tröllkonum,137 en í Melabókargerðinni er ekkert sem gefur sérstaklega
til kynna að um tröllkonur sé að ræða, þótt ekkert mæli sérstaklega í móti
því heldur.
fleiri dæmi styðja þá greiningu að skinnkyrtlurnar sem Án treður ill-
sakir við séu tröllkonur. í Sturlaugs sögu starfsama hitta þeir félagar Áki,
framarr og sturlaugur hver sína konuna um nótt eftir að hafa siglt á
alræmdar tröllaslóðir „norðr fyrir Hálogaland ok finnmörk ok Vatnsnes
ok inn á Austrvík“, en allir þurfa þeir að spyrja hvors kyns sé þegar þeir
mæta þeim. Gefið er í skyn að þær séu allar systur, og sú fyrsta þeirra,
torfa, er sögð vera í skinnkyrtli. Reynist svo hver vera tröllslegri en sú á
undan og þær fyrri tvær biðja um far út í eyju nokkra þar sem þær þurfa að
vitja föðurarfs. torfu er engin skotaskuld úr því að vaða langa leið í eyna
eftir að hafa þegið far með bát Áka og það sama gildir um þá næstu, Hildi.
um Hildi er ennfremur sagt, þegar hún fer upp í bát framars, að „þótti
honum ærit mjök síga bátrinn, er hún kom út á“. sú þriðja heitir Hornnefja
og sú er sýnu djöfullegust. Hornnefja er eina systirin sem ekki biður um
far út í eyna, sem gæti bent til að hún sé í raun ekki ein systranna þótt það
sé ef til vill ólíklegra, heldur vill hún fá að hitta vin sturlaugs, Hrólf nefju.
Þegar Hrólfi hefur verið stefnt á móts við hana „þrútnar hún í vexti mjök“
og sýnir þannig sitt rétta tröllseðli, hafi hún ekki gert það fyrr. Áður en hún
fær náð til Hrólfs leggur sturlaugur hana í gegn með atgeir.138
í Norna-Gests þætti er sagt frá gýgi: „Hún var úti fyrir hellis dyrum
ok var í skinnkyrtli ok svört yfirlits“.139 og ef við snúum okkur aftur að
137 sama rit, sama stað.
138 Sturlaugs saga starfsama, í Fornaldarsögur Norðurlanda, 2:16. k. sjá einnig túlkun jóhönnu
katrínar friðriksdóttur á þessum kafla í Women in Old Norse Literature, 67–68.
139 Norna-Gests þáttr, í Fornaldarsögur Norðurlanda, 1:9. k.