Gripla - 20.12.2013, Page 202
GRIPLA202
dýrslega blygðunarleysi sem stundum er undirstrikað með því að sýna
þau í skinnkyrtli einum fata, en að öðru leyti virðast þau fremur vera
ófreskjur sakir staðsetningar sinnar á hinum landfræðilega jaðri en vegna
þess að þau hegði sér endilega tröllslegar en aðrar sögupersónur. Það má
með öðrum orðum lesa í gegnum textann afstöðu til þjóðarbrota sem
ekki deildu lífsmáta og heimssýn með norrænu fólki. Þetta er alveg það
sama og er á ferðinni hjá ísidór þegar hann segir, í lauslegri þýðingu
minni: „Rétt einsog meðal einstakra þjóða finnast ófreskir einstaklingar,
þá meðal mannkyns í heild sinni eru ófreskir kynþættir, svo sem Risarnir,
Hundshöfðarnir, kýklópar og fleiri.“146 Það helst saman við þá ábendingu
Ármanns jakobssonar að hið villimannslega eðli fornaldarsagnarisanna
virðist skipa þeim í flokk mannlegrar andstæðu, og þá megi auðveldlegar
túlka sem djöfla eða ófreskjur en þá heillum horfnu forfeður okkar sem við
sjáum í Eddu,147 og þar með förum við ef til vill að nálgast kjarna málsins.
um það vitna heimildir að talið var að fólk væri komið af risum eða að
öðru leyti bundið skyldleikum við risa, en sömu heimildir greina jafnframt
okkur frá þeim. einhversstaðar skiljast greinarnar sundur í fólk, siðmenn-
ingu og rétta trú annars vegar, en hins vegar í eftirlegukindur frá fornum
tíma, ófreskjur sem ríktu í andstöðu við Guð og rétta siði. Þessar ófreskjur
bíða endurkomu síns tíma á jaðarsvæðum veraldar þaðan sem þær munu
fylkja liði með Andkristi í stórkostlegri heimsendaorrustu. Þessi heims-
skilningur var ekki ókunnur íslenskum lærdómsmönnum á miðöldum og
hann var sannarlega ekki ókunnur skrifurum Hrafnistumannasagna. í þeim
mætist jaðarinn og ófreskjan í hinum tröllslegu andskotum kristninnar,
sem sífellt færa út kvíarnar í óhelgri andstöðu við samfélag og rétta siði.
4. Lokaorð
fornaldarsögur voru ósennilega sérstök grein bókmennta á íslandi á mið-
öldum. svipaða sögu er að segja af öðrum greinum íslenskra miðalda-
bókmennta, en ekkert bendir til þess að sérstakur skilningur á ólíkum
bókmenntagreinum hafi legið að baki þeim. Miðaldafræðingnum ber hins-
vegar skylda til að einskorða sig einsog honum framast er unnt við þekk-
ingarstigið á því tímabili sem hann ætlar sér að rannsaka, að minnsta kosti
146 The Etymologies of Isidore, 244.
147 Ármann jakobsson, „Identifying the ogre,“ 191—93.