Gripla - 20.12.2013, Síða 269
269
VetuRLIÐ I G. ó skARsson
uM sÖGnInA FINNVITKA
í FLATEYJARBÓK
Í Íslensku máli 26 (og einnig örstutt í Íslensku máli 25) fjallar Guðrún
kvaran um fáein austfirsk mállýskuorð, meðal annars um sögnina fund-
vikka, ‚seiða til sín með göldrum‘, sem er afbökun á finnvitka, sömu merk-
ingar.1 Þar rekur hún þau dæmi sem þekkt eru um þessa sögn og hlið-
armyndir í yngra máli, ásamt afleiddum nafnorðum, fundvik og fundvip.
orðin virðast að mestu bundin við Austurland en dæmin eru fá. sögnin
pundvigta í sömu merkingu er sennilega einnig leidd af þessari sögn.2
Að baki þessum orðum liggur sögnin vitka, ,galdra, töfra‘ sem mun vera
mynduð af nafnorðinu vitki, ,galdramaður‘, eða tilheyrandi lýsingarorði,
vit(t)ugr, ‚fjölkunnugur‘.3
í söguþætti af Hróa hinum heimska í Flateyjarbók (1387–95) segir frá
því þegar söguhetjan Hrói kemur til svíþjóðar og tekst þar á við þrjá ill-
kvittna bræður sem reyna allt hvað þeir geta að fá hann dæmdan á þingi
fyrir falskar sakargiftir. svo vill til að annað auga Hróa er blátt en hitt
1 Guðrún kvaran, „fáein austfirsk orð,“ Íslenskt mál og almenn málfræði 26 (2004): 178–79,
184; Guðrún kvaran, „sigfús Blöndal og vasabækur Björns M. ólsens,“ Íslenskt mál og
almenn málfræði 25 (2003): 166.
2 Magnús Bjarnason [frá Hnappavöllum], Þjóðsagnakver, útg. jóhann Gunnar ólafsson
(Reykjavík: Hlaðbúð, 1950), 36, 140, 159, 160; sbr. Munnmælasögur 17. aldar, útg. Bjarni
einarsson, íslenzk rit síðari alda, 6. b. (Reykjavík: Hið íslenzka fræðafélag, 1955), lxxxvi–
lxxxviii. Magnús Bjarnason (1839–1928) var frá Hnappavöllum í Öræfum. Hann mun hafa
skráð sögurnar um 1870, sbr. Richard Beck, „Athyglisvert þjóðsagnasafn,“ Heimskringla 65.
árg., 27. tbl., 4. apríl 1951: 8.
3 Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók (Reykjavík: orðabók Háskólans, 1989), 1148.
sögnin vitka kemur fyrir í Gullkársljóðum sem kunna að vera frá 14. öld en eru varðveitt í
ungum handritum; sjá Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur, 4. b., Íslenzkar þulur og
þjóðkvæði, útg. ólafur davíðsson (kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1898–
1903), 79; sbr. Haukur Þorgeirsson, „Gullkársljóð og Hrafnagaldur: framlag til sögu forn-
yrðislags,“ Gripla 21 (2010): 315. no. vitki kk. kemur fyrir í Lokasennu og Hyndluljóðum og
lo. vittugr í Baldursdraumum.
Gripla XXIV (2013): 269–279.