Gripla - 20.12.2013, Page 270
GRIPLA270
svart4 og einn bræðranna, Þórir að nafni, sem er eineygður, reynir að fá
konung og þingmenn til að trúa því að Hrói hafi rænt hann auganu. fyrstu
fundum Hróa og Þóris er lýst svo:5
ok er hann hafde æigi langt gengit þa gek madr j moti sa uar mikill
ok illigr hann hafde æitt auga. ok er þeir fynduzst spurde Hroi
huerr sa madr væri. Hann suarar. kenna ætta ek þig þuiat ek hefir
a mer merki at vit hofum sezst fyrr. Hroi spurde huath hellzst væri
til merkia vm þat. sa madr mællti. æigi þarftu at bregdazst okunnr
vid þat. þu fæddizst upp ⟨j⟩ Danmork sem þu uæitzst ok uart madr
æinsynn ok æitt sinn er þu hafdir farit kaupferd ok latt uit samsey
nockurar nætr þa var ek þar firir. þu hafdir med þer ⟨Finna⟩ ok
keyftir þu at þeim at þeir finnuitkade ór mer augat. ma huerr madr
⟨sea⟩ sa er uitz er uitande at þessi augu hafa j einum hausi verit
bæde. hefir þu nu annat en ek annat. ok skal konungr her um dęma
a morgin […]
Það eru því finnar (samar) sem eiga að hafa ‚finnvitkað‘ eða fjargaldrað
annað augað úr Þóri að beiðni Hróa. orðið Finna vantar að vísu í
Flateyjarbók en það er í öðrum gerðum þáttarins, B- og C-gerðum, sem ekki
eru runnar frá Flateyjarbók (sjá síðar), og hafa útgefendur Flateyjarbókar
1862 og 1945 (þó ekki útgefendur Ólafs sögu helga í Fornmanna sögum6)
fært það inn á viðeigandi stað. Hugsanlegt er að bæði „finna“ og „finn-
vitka“ hafi staðið í forriti Flateyjarbókar og hlaupið hafi verið yfir „finna“
við afskrift; eða að í forritinu hafi staðið „finna“ og „vitka“ og síðara
orðið hafi við meðvitaða eða ómeðvitaða lagfæringu skrifara breyst í finn-
vitka.7 Athyglisvert er að sögnin stendur á sínum stað (ef svo má segja)
í nokkrum afritum flateyjarbókartextans, sem hafa ekki textafræðilegt
gildi í hefðbundnum skilningi, t.d. í BL Add. 11139 sem er frá um 1700.
ómögulegt er að segja hvernig hún hefur komist þar inn; hún gæti verið
4 Flateyjarbok: En samling af norske konge-sagaer, útg. Guðbrandur Vigfússon et al., 2. b.
(ósló: P.t. Mallings forlagsboghandel, 1862), 73.
5 sama rit, 76.
6 sbr. Fornmanna sögur, 5. b., útg. Carl Christian Rafn et al. (kaupmannahöfn: Hið kon-
unglega norræna fornfræðafélag, 1830), 258.
7 Þá kæmi að vísu upp sá óþægilegi möguleiki að þetta elsta skráða dæmi um finnvitka hafi
aldrei „verið til“ nema sem nýjung í Flateyjarbók eða í forriti hennar.