Gripla - 20.12.2013, Síða 271
271
velheppnuð ágiskun eða skrifarar hafa getað þekkt til texta B- eða C-gerðar.
(orðin í og sjá, sem hér eru innan oddklofa, eru einnig viðbætur útgef-
enda.) Þegar á þingið kemur bregst Hrói við af klókindum og segist ekki
kannast við sakargiftir; býður að eitt auga sé stungið úr höfði hvors þeirra,
sínu og Þóris, og þau vegin á metaskálum og séu þau jafnþung skuli hann
gangast við þessu og bæta Þóri eftir dómi konungs. Þórir eineygði hafnar
því boði.
í þessari frásögn af fyrstu fundum Hróa og Þóris kemur sögnin finn-
vitka fyrir í fyrsta og eina sinn í fornum bókum. í ritum sem okkur eru
tiltæk nú er ekki að sjá dæmi um sögn þessa fyrr en í orðabók Guðmundar
Andréssonar frá 1683. Þar hefur hann finnvitka undir flettunni Fynnr (um
finna og sama): „at finnvitka / fascinare, Præstigiis aliqvid subducere“
(„galdra, að taka e-ð burt með töfrum“)8. frá dæminu í Flateyjarbók og
til Guðmundar, um tæpra 300 ára skeið, vantar örugg dæmi, a.m.k. um
þessa mynd orðsins. eina dæmið um finnvitka í Ritmálssafni orðabókar
Háskólans er úr bók einars ól. sveinssonar Um íslenzkar þjóðsögur þar sem
hann endursegir efni gamalla galdrasagna, m.a. um Hálfdan prest narfason
á felli í sléttuhlíð í skagafirði sem dorgar fisk um rifu á fjóspalli og „finn-
vitkar fisk úr hjalli í Grímsey“.9 Hálfdan var uppi á 15. og 16. öld, kemur
við skjöl 1502, þá kirkjuprestur á Hólum.10 einar ól. sveinsson hefur
dæmið úr einhverjum þeirra þjóðsagna sem til eru um Hálfdan.11 Alls óvíst
er, auðvitað, að þessi orðmynd sé frá tímum séra Hálfdanar. sögnin kemur
fyrir í Ágripi um ætt og æfi Jóns bónda Íslendings eftir séra Björn Halldórsson
í sauðlauksdal (1724–1794)12 sem og í orðabók hans sem kom út 1814, þar
með skýringunni „magia finnica acqvirere, & per dissitas regiones qværere,
opdage, tilvende sig noget fra forskjellige Lande med finsk Hekseri“.13
8 Lexicon Islandicum: Orðabók Guðmundar Andréssonar, útg. Gunnlaugur Ingólfsson et al.,
orðfræðirit fyrri alda, 4. b. (Reykjavík: orðabók Háskólans, 1999), 47.
9 einar ól. sveinsson, Um íslenzkar þjóðsögur (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag,
1940), 181.
10 Páll eggert ólason, Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940, 2. b. (Reykjavík:
Hið íslenzka bókmenntafélag, 1949), 238.
11 einar ól. sveinsson, Um íslenzkar þjóðsögur, 180, nmgr. 1.
12 „Ágrip um ætt og æfi jóns bónda íslendings. eftir séra Björn Halldórsson í sauðlauksdal,“
útg. ólafur Halldórsson, Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 42 (2002): 31.
13 Björn Halldórsson, Orðabók: Íslensk – latnesk – dönsk, útg. jón Aðalsteinn jónsson, orð-
fræði rit fyrri alda, 2. b. (Reykjavík: orðabók Háskólans, 1992), 141.
uM sÖGnInA FINNVITKA í FLATEYJARBÓK