Gripla - 20.12.2013, Side 272
GRIPLA272
Þá notar Brynjólfur biskup sveinsson (1605–1675) nafnorðið finvika, sem
ljóslega er af sama meiði og sögnin, í athugasemd við lýsingu saxós á
galdramönnum fortíðar sem kunnu þá list að skipta um ham: „til þess
notuðu þeir þá tegund töfraþulu og galdraleturs er þeir kölluðu finvika,
svo sem hún væri kennd við hreyfingu Finna. Ég trúi að þessi list hafi verið
mjög tíð hjá finnum“, segir hann.14 orðalagið bendir til að Brynjólfur hafi
tengt síðari lið samsetta orðsins finvika við nafnorðið vik, ‚smáhreyfing
o.fl.‘, og sögnina víkja.
eindæmi Flateyjarbókar um sögnina finnvitka er afar oft tekið til marks
um að norrænir menn hafi talið sama í norður-skandinavíu stunda sér-
staka tegund galdurs, og miklar ályktanir hafa verið dregnar af því. í
orðabók fritzners segir:15
finnvitka, v. (að) hexe, øve trolddom paa finnernes Maade eller
ved deres Hjælp (jvf. min Afhandling om Lappernes Hedenskab og
Trolddomskunst i (norsk) Historisk Tidsskrift IV, 199); finnvitka auga
or e-m ɔ: ved trolddom berøve nogen hans Øie, slaa Øiet ud paa
ham, Flat. II, 7625.
Grein fritzners í Historisk Tidsskrift, sem hann vitnar til í orðskýringu
sinni, var á sínum tíma merk greinargerð um heiðni og galdrakunnáttu
sama og er þar dreginn saman mikill fróðleikur. fræðimenn eru enn sam-
mála um að sögnin sýni að í norrænu hafi verið til sérstakt orð um það að
fremja finnagaldur: „there is a word finnvitka in the old norse language,
which means to practice witchcraft in the saami way“16 og „finnvitka ‘to
14 „usi ad hanc rem incantationis & characteris genere, quos Finvika nominarunt, quasi
Finnorum motum dicas: credo, quod illud artificium finnis frequentissimum fuerit.“ jón
Helgason, „sylloge sagarum. Resenii Bibliotheca. Vatnshyrna,“ Opuscula 8 (1985): 25; sbr.
Munnmælasögur 17. aldar, lxxxviii. framhaldið er áhugavert þó að það skipti ekki máli hér:
„sanè Gunhilda, erici Blodöxij uxor, ab illiusmodi præstigiis male audivit, finlandica &
ipsa, ozuri totonis filia“ („Reyndar heyrði Gunnhildur, kona eiríks blóðöxar, illa sökum
þess háttar galdra; var hún og sjálf finnsk, dóttir Özurar tóta“). Ég þakka ritrýni fyrir
ábendingar um þýðingu; ég ber þó ábyrgð á henni.
15 johan fritzner, Ordbog over Det gamle norske Sprog, 2. útg., 1. b. (ósló: den norske
forlagsforening, 1886), 417.
16 else Mundal, „the Perception of the saamis and their Religion in old norse sources,“
í Shamanism and Northern Ecology, ritstj. juha Pentikäinen, Religion and society, 36. b.
(Berlin: Mouton de Gruyter, 1996), 112.