Gripla - 20.12.2013, Page 273
273
finn-witch, i.e., to bewitch like a finn [or sámi]’“,17 svo tvö nýleg dæmi
séu tekin. svo langt hefur verið gengið að fullyrða að „[e]tter Hróa þáttr
fanst det i vikingtidi i danmark den tradisjonen at ein kunde leiga finnar til
ved trolldom å øyda eit auga på ein mann (finnvitka augat ór einhverjum)“.18
Á tveim stöðum í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder er finnvitka
tekið sem mark um „[e]t generelt uttrykk for å drive trolldom på samisk
vis“19 og að „[a]lt i mellomalderen tilla dei [þ.e. norrænir menn] samane slik
trolldom [þ.e. að geta valdið þjófi augnskaða með galdri], med di ordet finn-
vitka (d.e. driva samisk trolldom) vart nytta i ordlaget: at finnvitka augat
ór einhverjum“.20
Þetta er allt sennilegt og stutt af margskyns vitneskju sem við höfum
um galdrakunnáttu sama að fornu, og það er ekki ætlun mín að hreyfa við
þessum túlkunum eða draga þær í efa. Það er hins vegar áhyggjuvert ef
miklar ályktanir um forn fræði eru dregnar af einu orði sem kemur seint
fyrir, og hér voru aðeins nefnd örfá þeirra ótalmörgu dæma sem er að finna
í fjölda ritgerða og bóka frá 19. öld til vorra daga. yngri dæmi um orðið og
afbakaðar myndir þess í íslensku, þótt fá séu, staðfesta auðvitað tilvist þess.
Fundvikka er dæmigerð þjóðskýring; finn- hefur verið mönnum illskilj-
anlegt (og -vitka væntanlega líka) en fund- hefur mátt tengja við ‚fund, það
að finna eitthvað‘. Það breytir þó ekki því að í fornmáli er aðeins þetta eina
staðfesta dæmi að finna um finnvitka, og það er í texta frá lokum 14. aldar.
um sögnina vitka ósamsetta eru engin örugg fornmálsdæmi og orða bók
Háskólans hefur hana ekki í ritmálssafni sínu.
Hróa þáttur (Slysa-Hróa saga) er varðveittur í þremur öðrum gerðum
en í Flateyjarbók. A-gerð er aðeins til í handritinu AM 557 4to, frá upp-
hafi 15. aldar (um aldur þess sjá Lasse Mårtensson 2011). Hún er náskyld
17 stephen Mitchell, „Learning Magic in the sagas,“ í Old Norse Myths, Literature and Society:
Proceedings of the 11th International Saga Conference 2–7 July 2000, ritstj. Geraldine Barnes
et al. (sydney: university of sydney, Centre for Medieval studies, 2000), 336. Mitchell
hefur enska orðið finn-witch og skýringu þess úr orðabók Cleasby-Vigfusson.
18 nils Lid, „Magiske fyrestellingar og bruk,“ í Nordisk kultur, 19. b., Folketru. ósló: H.
Aschehoug & Co.s forlag, 1935, 44; tekið upp nokkurn veginn orðrétt í Ørnulf Hodne,
„trolldomssaken mot spå-eilev. en undersøkelse av holdninger,“ Norveg: Tidsskrift for
folkelivsgransking 24 (1981): 21.
19 Asbjørn nesheim, „samisk trolldom,“ í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder fra
vikingetid til reformationstid, 15. b. (kaupmannahöfn: Rosenkilde og Bagger, 1970), 10.
20 nils Lid, „Biletmagi,“ í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder fra vikingetid til reform-
ationstid, 1. b. (kaupmannahöfn: Rosenkilde og Bagger, 1956), 540.
uM sÖGnInA FINNVITKA í FLATEYJARBÓK