Gripla - 20.12.2013, Qupperneq 290
GRIPLA290
kemur einnig fyrir í kvæði sem venjulega er nefnt Málsháttakvæði. tólfta
vísa kvæðisins hefst á þessum orðum: „skips láta menn skammar rár“.
sigurjón Páll segir að þessi ljóðlína úr Hávamálum hafi valdið mönnum
heilabrotum og rekur rækilega hvernig reynt hefur verið að skýra hana.
óþarfi er að endursegja þær skýringar hér en meginvandinn liggur í orðinu
rá. Merkir það í þessu sambandi ‘þverslá á siglutré (segli)’ eða merkir það
‘horn, krókur, skot’?4
í Fyrstu málfræðiritgerðinni segir: „Rǫ er æitt tre vr segl víðvm, enn rǫ̓
er hyrning hv̔ss.“5 Höfundurinn sýnir með þessu dæmi mun á þeim sér-
hljóðum sem „eru kveðnir í nef“ og þeim sem eru ónefkveðnir. Hann setur
punkt fyrir ofan þá nefkveðnu. Hreinn Benediktsson fjallar um nefkveðin
og ónefkveðin sérhljóð í bók sinni um Fyrstu málfræðiritgerðina.6 Hann
rekur þar skoðanir ýmissa fræðimanna sem töldu að fyrsti málfræðing-
urinn hefði ekki haft lög að mæla þegar hann gerði mun á nefkveðnum
og ónefkveðnum sérhljóðum. Hreinn telur að samanburður við önnur
mál (comparative data) sýni að fyrsti málfræðingurinn hafi haft á réttu að
standa: „og þessi vitnisburður, eins fjarlægur og hann kann að virðast,
afsannar alls ekki orð fG [fyrsta málfræðingsins], heldur þvert á móti
styður hann með afgerandi hætti.“7 Hreinn rekur síðan eftirfarandi orð-
sifjafræðilegar skýringar í tengslum við þetta dæmi:
rǫ̓ ‘corner’ < *wranhō (cf. sw. vrå), cf., with alternation according to
Verner‘s Law, oIcel. rǫng < *wrang-, oe wrang(a), cf. Mod. engl. wrong
‘twisted’; but rǫ ‘yard’ < *rahō, cf. sw. rå, MHG rahe.8
ekki vita menn nákvæmlega hvenær Málsháttakvæði muni ort en
sennilegt þykir að það hafi verið í upphafi 13. aldar. færa má að því all-
sterk rök að skáldið, sem orti kvæðið, hafi gert mun þessara tveggja orða:
rá ‘þverslá á siglutré’ og hins vegar rá ‘skot, hyrning húss, afkimi’, rétt eins
4 Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók (Reykjavík: orðabók Háskólans, 1989),
736a.
5 The First Grammatical Treatise: Introduction, Text, Notes, Translation, Vocabulary, Facsimilies,
útg. Hreinn Benediktsson, university of Iceland Publications in Linguistics, 1. b. (Reykja-
vík: Institute of nordic Linguistics, 1972). Hreinn þýðir málsgreinina þannig: „the yard
(rǫ) is a wooden pole in the rigging, but rǫ̓ is the corner of the house“ (216–19).
6 sama rit, 130–37.
7 „And this evidence, marginal as it may be, not only does not disprove the fG’s [þ.e. first
Grammarian’s] statements, but on the contrary lends them overwhelmingly convincing
support.“ sama rit, 131.
8 sama rit, 132.