Gerðir kirkjuþings - 1982, Side 14
4
hann lagöi lika í hendur þeirra að taka ákvarðanir og samræma
skoðanir sinar. Það sýnir postulafundurinn. Kristnir menn verða
á öllum timum að bera ráð sin saman, eins og þeir eiga sameigin-
legar stundir trúar og bæna. Hver kynslóð mætir sinum vandamálum
sem verður að ráóa fram úr eins og samviskan býður, upplýst af
Guðs orói.
Með það i huga eigum við hingað samleið, og ég flyt ykkur
öllum bestu hamingjuóskir með kjör ykkar til kirkjuþings.
Ég trúi þvi aö okkur muni vel takast að vinna saman, og að
þingstörfin megi bera tilætlaðan árangur. Þá munum við og skila
postulanum og kristni þjóðar þeirri gleói, sem hann var að falast
eftir i bréfi sinu til Filippimanna er hann skrifaði til þeirra:
„Ef nokkuð má sin upphvatning i nafni Krists, ef kærleiks-
ávarp, ef samfélag andans, ef ástúó og meðaumkvun má sin nokkurs,
þá gerió gleði mina fullkomna með þvi að vera samhuga, hafa sama
kærleika, einn hug og eina sál. Gjörió ekkert af eigingirni eða
hégómagirnd. Verið litillátir, metið aðra meira en sjálfa yður.
Litið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra. Verió með
sama hugarfari og Jesús Kristur var."
Páll postuli segir á öðrum stað: „Trúr er sá, sem yður hefur
kallað, og hann mun koma þessu til leiðar."(1. Þess. 5,24) Köllun
okkar til kirkjuþings á upphaf sitt i Kristi, sem við trúum á og
sem kallar okkur til þjónustu sinnar. Og hann mun koma þvi til
leióar sem við vonum og biójum um. Og i hans nafni segi ég:
Velkomin til starfa.
Guð vaki yfir þinghaldinu, sem við eigum framundan og allri
framtið lands og þjóðar.
Ég lýsi þvi yfir, aó kirkjuþing 1982 er sett.
Forsætisráöherra dr. Gunnar Thoroddsen hefur falið mér að
flytja kirkjuþingi einlægar heilla og blessunaróskir sinar.
Sökum annarra starfa gat hann ekki komió þvi vió, að vera með okkur
i dag."