Gerðir kirkjuþings - 1982, Page 15
5
Avarp k3rkjumálaráðherra, Friðjóns Þórðarsonar.
„Herra biskup íslands, forseti kirkjuþings. Heiðruðu kirkju-
þingsmenn og gestir.
Það er alkunna, að langur timi leið frá þvi að fyrstu hugmyndir
um kirkjuþing fæddust, þar til lögin um kirkjuþing og Kirkjuráð
islenzku þjóðkirkjunnar voru sett árið 1957. Fyrsta kveikjan mun
hafa verið frumvarp séra Þórarins Böðvarssonar á Alþingi 1893.
Það náði ekki fram að ganga, en neistinn lifði og eldur glæddist
öðru hverju, m.a. i frumvarpi prófessors Magnúsar Jónssonar, en það
féll þó með jöfnum atkvæðum 1941. Kjarni þess komst siðar i lög:
Um samstarf presta og leikmanna að sameiginlegum málefnum þjóðkirkj-
unnar.
Á gildistima gömlu laganna frá 1957, um aldarfjórðungsskeið,
hefur kirkjuþing komið saman annað hvert ár. Það hefur fjallað um
mörg viðamikil mál, sem varða kirkju og kristnihald i landinu. En
ekki hafa þau erindi, sem Alþingi hafa borizt þaðan, þótt mæta
góðum skilningi að jafnaði. í skýrslu Kirkjuráðs frá 1980 segir
svo: „hað er ekki ný saga, að kirkjuþingsmál hafi legið við dyr
Alþingis án þess aó vera boðið inn, og hafi sú fasta hefð verið
rofin, þá hefur þaó ekki orðið Alþingi til sæmdar né kirkjuþingi
til fagnaðar."
Á siðast liðnu Alþingi, 104. löggjafarþingi voru sett ný
lög um kirkjuþing og Kirkjuráð. Nú verður á sú meginbreyting, að
kirkjuþing skal halda ár hvert og starfa allt að 10 dögum. Hygg
égogvona, að þessi lagabreyting horfi til góðs og megi á sinn hátt
vinna að þvi að efla islenzka kristni og styðja að trúar- og menn-
ingaráhrifum þjóðkirkjunnar i þjóólifinu.
Enn starfar kirkjulaganefnd sú, sem sett var á laggirnar
fyrir nokkrum árum, til þess að endurskoða löggjöf um kirkjuleg
málefni, sem viða er forn i sniðum og fellur misvel að aldarhætti.
Nefnd þessa skipa: Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson;
dr. Armann Snævarr, hæstaréttardómari; og Baldur Möller, ráðu-
neytisstjóri. Verkefni eru næg og nefndarmenn störfum hlaðnir,
en áfram miðar samt. Þó að skoðanir kunni að vera skiptar i ein-
stökum efnum um nýmæli i lögum, tel ég mér a.m.k. óhætt að ekki sé
meira sagt, að leggja fyrir Alþingi frumvörp, sem búin eru að fara
um hendur kirkjulaganefndar, kirkjuþings og Kirkjuráðsmanna án