Gerðir kirkjuþings - 1982, Page 24
14
almenna kirkjusjóði með beztu fáanlegu kjörum. Nú er aflögð sókn endur-
reist og veitt sóknarréttindi á ný með samþykki héraðsfundar, og á sú
sókn þá rétt til framangreindra eigna.
Þegar sókn er aflögð samkvæmt ákvæðum 1. og 2. málsgr., getur
biskup, að^fengnum tillögum aðalsafnaðarfundar og héraðsfundar, þá
mælt svo fyrir, að sóknarkirkjan verði greftrunarkirkja.
III. kafli
Um sóknarnenn og'rétt þeirra til kirkjulegrar þjónustu.
a. Sóknarmenn.
7. gr.
Sóknarmenn eru allir þeir, sem lögheimili eiga í sókn, miðað við
1. desember næstliðinn, hafi hlotið skírn og eru skráðir í þjóðkirkjunni
Um skráningu óskírðra í þjóðkirkjunni fer að öðru leyti eftir ákvörðun
laga um trúfélög nr. 18/1975-
b. Réttur séknarmanna á kirkjulegri þjónustu o.fl.
8. gr.
Sóknarmenn eiga rétt á kirkjulegri þjónustu í sókn sinni og þátt-
töku í almennu safnaðarstarfi. Þeir sóknarmenn, sem ekki geta notið
kirkjulegrar þjónustu í sókn sinni, svo sem vegna vistunar á stofnunum
utan sóknar eða vegna dvalar utan sóknar ella, t.d. vegna sjúkleika eða
af atvinnuástæðum, eiga rétt á slíkri þjónustu í þeirri sókn, sem þeir
búa í eða dveljast.
9- gr.
Sóknarmenn eiga rétt á guðsþjónustum í sóknum sínum, er skal að
jafnaði miða við eftirfarandi tilhögun:
A. Ef sóknarmenn eru 600 hið fæsta skal almenn guðsþjónusta
haldin hvern helgan dag. Ef tveir prestar þjóna sömu sókn, skulu a.m.k.
vera tvær guðsþjónustur hvern helgan dag.
B. I sókn með ^>00 til 600 sóknarmönnum skal vera almenn guðsþjón-
usta annan hvern helgan dag.