Gerðir kirkjuþings - 1982, Síða 56
46
sbr. lög 12. mai 1882 og lög nr. 22/1907 um það efni, eru eign viókomandi
kirkjusóknar i umsjón og ábyrgð sóknarnefndar og sóknarprests undir yfir-
stjórn prófasts og biskups og eftir atvikum kirkjumálaráðherra samkvæmt
þvi, er lög og venjur ganga til.
3. gr.
Safnaðarfundur getur ákveóið, að kirkjusóknin taki við lénskirkju
eóa bændakirkju til umsjónar og eignar, enda staðfesti héraðsfundur og
biskup slika ályktun.
Um fjárskipti samkvæmt 1. málsgr. fer svo sem um semst milli sókn-
arnefndar vegna sóknarinnar og forráðamanns kirkju, en prófastur skal
þó samþykkja samningsskilmála. Nú takast ekki samningar um fjárskipti,
og skal þá útkljá þau með fullnaóarmati prófasts og tveggja dómkvaddra
manna. Skulu þeir m.a. kveða á um greiðsluhætti.
4 . gr.
Nú tekur kirkjusókn við kirkju samkvæmt 3. gr., og gengst sóknin
þá undir þær skyldur, sem hvila á eiganda eða forráóamanni kirkju, að
þvi er varðar vióhald, hirðingu og endurbyggingu kirkju, og er enda
skylt aó hlita kvöðum, er á kirkju kunna að hvila. Sóknarnefnd tekur
vegna sóknarinnar vió sjóöi kirkju og réttindum hennar og fjárskyldum.
5. gr.
Rekstrar- og viðhaldskostnaöur sóknarkirkna (safnaðarheimila) skal
goldinn af sóknartekjum. Sóknarnefnd sér um að halda kirkju vel við,
prýóa hana og umhverfi hennar eftir megni og gæta vel umhirðu i hvivetna.
Ef misbrestur verður á i þessu, geta prófastur eóa biskup lagt fyrir
sóknarnefndina aó bæta úr innan tiltekins tima. Sinni sóknarnefnd þvi
eigi, geta þeir látið framkvæma úrbætur á kostnað sóknarinnar. Sama
gildir aó sinu leyti um forráöamenn bændakirkju, ef misbrestur verður á
i framangreindum efnum.
6 . gr.
Nú er sóknarkirkja gerð að greftrunarkirkju, og lýtur hún þá umsjón
prófasts og biskups, er geta falið tiltekinni sóknarnefnd umsjónina.
Rekstrar- og viðhaldskostnaður, sbr. 5. gr., greiðist af eign og tekjum
viðkomandi kirkjugarðs.