Gerðir kirkjuþings - 1982, Síða 57
47
II. kafli
Um kirkjuskrá, kirkjubók og réttindi kirkna.
7. gr.
Sóknarnefnd heldur kirkjuskrá. Er hún rituð i sérstaka bók, er
biskup löggildir. Kirkjuskrá skal geyma jafn haldgóðar upplýsingar og
völ er á um sóknarkirkjuna, byggingarsögu hennar, endurbætur á henni,
viðhald, búnað hennar, gripi er kirkjan á, svo og eignarréttindi kirkju
og kvaðir, er á kirkju kunna að hvila. í kirkjuskrá skulu greind sóknar
mörk og sá þjónusturéttur, sem sóknin á tilkall til. Sóknarnefnd varð-
veitir kirkjuskrá og ber ábyrgð á henni.
Prófastur kannar kirkjuskrá, er hann visiterar, áritar hana um
skoðun og gerir athugasemdir, ef efni þykja standa til þess.
Kirkjuskrár þær, er greinir i erindisbréfi handa biskupum 1. júli
1746, 15. gr. sbr. konungsbréf 19. mai 1747 um gegnumdregnar bækur
kirkna, skal varðveita svo sem tiðkast hefir.
8. gr.
Nú verður ágreiningur um fornar eignir og réttindi kirkna, og
skulu þá eftirgreindar skrár taldar áreióanlegar og löggiltar kirkju-
skrár og máldagabækur:
1. Máldagabók Vilchins biskups frá 1397.
2. Registur og máldagabók Auðunnar biskups frá 1318.
3. Jóns biskups Eirikssonar frá 1360.
4. Péturs biskups Þorsteinssonar frá 1394.
5. Ólafs biskups Rögnvaldssonar frá 1461.
6. Sigurðarregistur frá 16. öld.
7. Máldagabók Gisla biskups Jónssonar frá um 1570.
Skulu gögn þessi lögð til grundvallar í dómsmálum, nema hnekkt sé.
Akvæói þessarar greinar taka ekki til ágreinings um innanstokksmuni
og skrautgripi kirkna.