Gerðir kirkjuþings - 1982, Page 58
48
9. gr.
Biskup leggur hverri kirkju til sérstaka bók, kirkjubók, þar sem
skrá skal allar athafnir, sem fram fara i kirkjunni. Sóknarnefnd
færir bókina, en getur þó falið öðrum þaó verkefni. Prófastur kannar
kirkjubók með sama hætti og kirkjuskrá, sbr. 7. gr. 2. málsgr.
III. kafli.
Friðhelgi kirkju, kirkjuvigsla og afnot kirkju.
10. gr.
Sóknarkirkjur og aðrar kirkjur þjóðkirkjusafnaða eru friðhelgar.
Má ekkert fara þar fram, er raskar helgi staðarins og þeirri lotningu,
sem hann vekur i hugum manna.
11. gr.
Nú er kirkja reist eða endurbyggð aó verulegu leyti og skal þá
vigja hana. Prófastur skoðar kirkju, sem óskað er vigslu á, og kveður
á um, hvort hún sé vigsluhæf. Eigi þarf að vigja kirkju, þótt innan-
búnaói hennar sé breytt.
Biskup vigir kirkjur eða vigslubiskup eða prófastur i umboði hans.
12. gr.
Nú er kirkja aflögó, og skal þá lýsa þvi i sérstakri kirkjuathöfn,
að hún gegni eigi framar hlutverki guðsþjónustuhúss, enda er óheimilt
aó taka hana til annarra nota, fyrr en svo er gert og biskup heimilar.
Um gripi hennar og eignir fer svo sem segir i 13. gr. laga nr. 35/1970
og 24. gr. laga nr. 52/1969.
13. gr.
Sóknarprestur og sóknarnefnd ráða i sameiningu, með hverjum hætti
sóknarkirkja (safnaóarheimili) verði notuð. Eigi má leyfa neina þá
notkun kirkju sem eigi samrýmist vigslu hennar sem guðsþjónustuhúss
kristins safnaðar.