Gerðir kirkjuþings - 1982, Page 61
51
Aö lokinni verklegri framkvæmd skal úttekt fara fram á bygging-
unni eða einstökum verkhlutum. Afhendir bygginganefnd sóknarpresti
og sóknarnefnd bygginguna ásamt greinargerð um byggingaframkvæmdir.
Sóknarnefnd leggur endurskoðaóa reikninga kirkjubyggingar undir sam-
þykki aðalsafnaðarfundar ásamt öðrum reikningum sóknarinnar.
17. gr.
Sveitafélögum er skylt að leggja kirkjusóknum til heppilegar lóðir
undir kirkjubyggingar og safnaðarheimili, og eru þær undanþegnar fast-
eignagjöldum og gatnagerðargjöldum og öðrum sikum opinberum gjöldum.
Við skipulagningu nýrra ibúðahverfa skal þess gætt að ætla sókn-
um lóðir i þvi skyni, er greinir i 1. málsgr., og skulu samráð höfð
við sóknarnefndir, sóknarprest og prófast.
18. gr.
Kostnað við að reisa eða endurbyggja kirkju eða framkvæma meiri
háttar breytingar á henni, greiðir rikissjóður að 2/5 hlutum, en við
komandi kirkjusókn að 3/5 hlutum. Akvæði þetta tekur einnig til stofn-
búnaðar kirkju og frágangs kirkjulóðar. Framlag úr kirkjubyggingasjóði
skerðir eigi hluttöku rikissjóðs i kostnaði samkvæmt framansögðu.
Eigi má hefja framkvæmd við kirkjubyggingu, fyrr en kirkjumála-
ráðherra heimilar, að fengnum tillögum kirkjubygginganefndar þjóð-
kirkjunnar. Lög nr. 63/1970 um skipun opinberra framkvæmda eiga ekki
við um kirkjubyggingar, sbr. þó 16. gr. 4. málsgr.
Ákvæði þessa kafla taka einnig til safnaðarheimila.
V. kafli
Stjórnvaldsreglur, refisákvæói, gildistaka og brottfallin lög.
19. gr.
Kirkjumálaráðherra setur, að fengnum tillögum biskups og kirkju-
ráðs, reglugerð um framkvasmd laga þessara.