Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 64
54
Um 1. gr.
Akvæói þessarar greinar eru r samræmi viö það, sem nú tíökast
og' talin er venjubundin réttarregla. Er ástæöa til aö festa í kirkju
löguin þcssar grundvallarreglur um, aö skylt sé aö hafa i hvcrri sókn
landsins kirkju eóa kapellu. I nýstofnaóri sókn kann aó veróa aó-
dragandi aó þvi, aó kirkja sé reist, ög er þá heimilt aó nota annað
hús til helgiathafna með samþykki héraðsprófasts, er leitar fyrir-
lags biskups, ef. tvímælis þykir orka um það, hvort húsnæði, sem haft
er i huga, sé hæft í þessu skyni. Sama er, ef viðgerð stendur yfir
á kirkju eóa endurbygging hennar o.fl.
í 2. málsgr. er gert ráö fyrir þeim úrkosti, aó fleiri en ein
sókn sameinist um kirkju. Askiliö er þá samþykki héraðsprófasts og
biskups. Getur þessi leið vissulega komiö til greina, einkum þar
sem fámennar sóknir eiga í hlut og samgöngur eru sæmilega greióar
milli byggöarlaga. Prófastur mctur, hvort ástæöa sc til að bcru
málió undir héraðsfund.
Um 2. gr.
Kirkjusóknir (söfnuðir) hafa tekið við mörgum kirkjum ."til um-
sjónar og fjárhalds," bæöi bændakirkjum og lénskirkjum, samkv. lögum
12. mai 1882 og lögum nr. 22/1907. Þykir rétt aö taka fram, aö þær
séu eign viðkomandi sóknar í umsjón og á ábyrgó sóknarnefndar og
sóknarprests og undir yfirstjórn prófasts og biskups og eftir atvikum
kirkjumálaráöherra. A þetta vitaskuld einnig viö um sóknarkirkjur,
sem sofnuóir hafa reist eöa reisa eftirleiðis.
Um 3. og 4. gr.
1 lögum nr. 22/1907 eru ákvæöi um, að söfnuðir geti ákveðið aó
taka við lénskirkju eða bændakirkju. Akvæði 3. og 4. gr. eru aö
mestu leyti i samræmi við þessi lög, og er enn þörf á ákvæðum um
þessi efni. Reynt er að draga saman efni laga 22/1907 í nokkru
skemmri gerö en þar greinir.
Um 5. gr.
1 þessari grein eru ákvæói um rekstrar- og vióhaldskostnað sókn-
arkirkju, sem greiddur skal af sóknartokjum/ sbr. þó 6. gr., svo og
um skyldu sóknarncfndar til aö sjá um viðunandi viðhald og fegrun
kirkju og umhverfis hennar. Prófasti og biskupi er ætlað aó hafa
eftirlit með þessu, og gerir m.a. sóknarprestur prófasti viðvart, ef
honum þykir misbrestur i þessu efni. Mælt er fyrir um úrræði pró-
fasts eða biskups, ef viðhaldi er ekki sinnt eða góóri umhiröu.