Gerðir kirkjuþings - 1982, Side 65
55
Um 6. gr.
Hér eru sérfyrirmæli um sóknarkirkju, sem gerð er aó greftrunar-
I 1 C -L ^ J- V-4 •-* J — — *- -
kirkju. Helst kemur þetta til greina, ef sókn er niðurlögð, og þykir
þá nauðsynlegt að kveða svo á, að kirkja sé i umsjá prófasts og bisk-
ups, en þeir geta falið tiltekinni sóknarnefnd umsjón kirkjunnar.
Þegar svona stendur á, þykir eðlilegast, að rekstrar- og viðhalds-
kostnaður kirkju greiðist af eignum og- tekjum viðkomandi kirkjugarðs.
Slik kirkju myndi nánast eingöngu veróa notuó vió jaróarfarir.
Um II. kafla
Hér eru ákvæði um réttindi kirkna, kirkjuskrár,-er sóknarnefndir
halda,og um gildi tiltekinna eldri kirkjumáldagabóka og kirkjuregistra
Enn frcmur um kirkjubók, sem geyma skal skýrslu um kirkjuathafnir.
Um 7. gr.
Með þessu ákvæði er stefnt að þvi, að kirkjuskrám verði komið
i nútimalegra horf. Ef ákvæði þetta verður lögfest, eiga soknarnefnd-
ir að fá i hendur sérstakar bækur, þar sem ritaðar eru upplýsingar
um sóknarkirkju, byggingasögu hennar, endurbætur á henm og viðhald,
cftir þvi scm þaó er framkvæmt árlega, og svo upplýsingar um bunað
kirkju, gripi, er kirkjan á og um eignarréttindi kirkju og kvaóir,
sem á henni kunna að hvíla samkvæmt gögnum, sem völ er á. Vanda
skyldi skrár þessar og leita tiltækilegra upplýsinga, þ.a.m. í eldn
kirkjuskrám. í kirkjuskrá skal greina soknarmörk og þjónusturétt,
sem kirkjusókn á tilkall til. Sóknarnefnd skal varðveita kirkjuskra
tryggilega og ber ábyrgð á henni.
Prófastur kannar kirkjuskrá í visitasíu sinni, arxtar hana um skoð
un og gerir athugasemdir við hana, ef honum þykir astæða til.
Eldri kirkjuskrár skal varðveita með. þeim hætti, sem nu txðkast.
Er æskilegt, að tekið sé saman ágrip úr efni þeirra og varðveitt hja
sóknarnefndum.
Um 8. gr.
Efni þessa ákvæðis er sótt beint i 16. gr. erindisbrófs handa
biskupum 1. júli 1746, og konungsbréf 5. apríl 1749, og er her eigi
um efnisbreytingu að ræða. Þykir eðlilegt, að ákvæði þetta se r
almennri löggjöf um kirkjur.
Um 9. gr.
Hér eru fyrirmæli um kirkjubók, sem biskup leggur hverri kirkju
og löggildir. 1 henni skal sóknarnefnd eða kirkjuvörður undir um-
sjón hennar skrá allar athafnir’, sem fram fara i kirkjunm. Er mikil