Gerðir kirkjuþings - 1982, Page 74
64
Sóknargjald rennur til þeirrar sóknar, sem gjaldþegn átti lög-
heimili i, næstliðinn 1. desember samkvæmt þjóðskrá eða þegar hann
flutti frá landinu, ef það er fyrr á árinu.
Heimilt er sóknarnefndum(safnaðarráði) aó fella niður eða lækka
sóknargjöld ellilifeyrisþega, öryrkja eða annarra, sem ástæða þykir
til.
Gjaldskyldualdur miðast við áramót.
2. gr.
Sóknargjald skal vera 0.20-0.40% af útsvarsstofni hvers gjald-
anda samkvæmt IV. kafla laga nr. 73/1980, og skal það lagt á i heilum
tugum króna. Sóknarnefnd tekur ákvörðun um hundraðstölu innan
greindra marka i samráði við héraósprófast, en fyrir skal þá liggja
fjárhagsáætlun sóknar. Sóknargjaldið skal að jafnaði vera hið sama
innan hvers prófastsdæmis.
3 . gr.
Nú hrökkva tekjur sóknarkirkju ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum
að dómi sóknarnefndar og sóknarprests, og er þá heimilt með samþykki
safnaóarfundar að hækka sóknargjöld allt að tvöföldu, enda komi til
samþykki kirkjumálaráðherra. 1 Reykjavikurprófastsdæmi tekur safn-
aðarráð, sbr. 2. gr. laga nr. 35/1970, ákvörðun um þetta efni að
fengnum tillögum sóknarnefnda i prófastsdæminu og leitar samþykkis
ráóherra.
II. kafli
Um gjöld manna, sem standa utan þjóðkirkjunnar.
4. gr.
Hver sá, sem telst til skráðs trúfélags, sbr. lög nr. 18/1975,
skal greiða til trúfélags sins eigi lægri fjárhæó en honurn hefói
annars borió að greióa til þjóðkirkjunnar.