Gerðir kirkjuþings - 1982, Blaðsíða 80
70
Alþingi 1974-1975 og aftur 1975 án þess þó að hljóta afgreiðslu. A
kirkjuþingi 1978 var enn samþykkt frv. til laga um sóknargjöld. Kirkju-
laganefnd hefir nú endurskoðað frv. þetta. Er frv. það, sem hér er
flutt aó ósk biskups og kirkjuráðs, í samræmi við hið endurskoðaóa
frv., er kirkjulaganefnd samdi.
III.
Meginbreytingin, sem fólgin er i frv. þessu, er sú, að hér er
lagt til, aó sóknargjöld verði ekki lengur nefskattur, þ.e. sama
skattfjárhæó án tillits til tekna manna eða gjaldþols, heldur verði
þau tiltekinn hundraðshluti af útsvarsstofni hvers gjsldskylds manns,
sbr. 1. gr. frv. I frv. því, sem flutt var á Alþingi 1974 og 1975
var gjaldið miðað vió ákveðinn hundraðshluta af útsvari hvers gjald-
þegns. Sú tilhögun er að vísu einföld og brotalitil i framkvæmd, en
réttara þykir þó að miða hér gagngert við útsvarsstofninn. Heppilegt
þykir að reglur útsvarslaga um álagningu, kærur og úrskurður þeirra,
gjalddaga, innheimtu og innheimtuúrræði, dráttarvexti, lögtaksrétt
o.fl. gildi einnig um gjöld þessi, og er kveðió á um það i 7. og
8. gr. frv. Akvæði eru hér um gjöld til utanþjóökirkjumanna i 4. og
5. gr. frv., svipuó þeim, sem nú eru i lögum.
í frv. þessu eru ákvæöi um sérstakt kirkjugyggingagjald, sbr.
6. gr. og svo um þaö, að tiltekinn hluti af sóknargjöldum hverfi til
sameiginlegs sjóós prófastsdæmis eftir þvi sem héraðsfundur mælir
fyrir um, sbr. 9. gr., en sjóónum er einnig ætlað framlag frá rikis-
sjóói. Er þetta hvorttveggja nýmæli.
Ef frv. þetta verður lögfest, er til þess stofnað, að um álagn-
ingu gjalda þeirra, sem hér er fjallaó um, á árinu 1982 fari eftir
lögum þessum sbr. 10. gr. frv.
Athugasemdir við einstakar greinar frv.
Um 1. gr,
Eólilegast þykir að mióa gjaldskylduna við útsvarsskyldu, þó
svo aó hér er gjaldskyldan bundin við 16-67 ára aldur, og er það
óbreytt frá þvi, sem nú er, sbr. 1. gr. laga nr. 36/1948. Er að þvi
stefnt af hálfu þjóðkirkjunnar, að kosningarréttur innan hennar verði
mióaóur við 16 ára aldur, og eru vissulega ýmis rök til þess, að þetta
tvennt, gjaldskylda og þegnréttindi innan kirkjunnar, falli saman.