Gerðir kirkjuþings - 1982, Síða 84
74
og stjórn. Gert er ráð fyrir, aó veitt sé fé til héraðssjóðs úr
rikissjóói eftir því sem fjárlög kveða á árlega og úthluti kirkju-
ráó þvi fé milli héraðssjóóanna. Er og eðlilegt, að kirkjuráð undir-
búi tillögur um fjárlagaveitingar samkv. þessu, að fengnum tillögum
stjórna héraðssjóða.
Að þvi hlýtur að stefna i vaxandi mæli á næstunni, að á vegum
prófastsdæma fari fram ýmis konar kirkjuleg starfsemi og þaðan megi
vænta frumkvæðis til nýjunga og eflingar i þeim störfum. Má hér
nefna æskulýósstarfsemi, starf i þágu aldraðra, ýmsa kirkjulega félags-
og menningarstarfsemi, þ.á.m. starfsemi kirkjukóra og safnaðarfélaga,
námskeió og ráðstefnur um kirkjuleg málefni eða einstök störf i þágu
kirkjunnar, blaðaútgáfu, fjölritun gagna fyrir safnaðarstarf o.fl.
Hér getur einnig komið til samstarf fleiri prófastsdæma, svo sem
ýmis dæmi eru um nú þegar, með atbeina héraðssjóða. Héraðssjóðirnir
gætu, ef vel tekst til, oróið upphaf aó starfsstöðvum prófastsdæma,
sem mikil þörf er á, með starfsliði i þágu prófastsdæmis i heild.
Gert er ráð fyrir, að héraðsfundir mæli fyrir um starfsemi hér-
aóssjóða og gæti þar verið bæói um almenn fyrirmæli að ræða og svo
sérgreind. Stjórn héraóssjóðs er i höndum héraðsnefndar. Er hún
skipuð þremur mönnum, prófasti, sem er formaður og annast vörslu
sjóðsins, og tveimur mönnum, leikmanni og presti, kjörnum af héraós-
fundi til fjögurra ára i senn, og eru varamenn kosnir með sama hætti.
Héraósfundur kýs endurskoðendur. Héraðsnefnd sér um úthlutanir úr
sjóónum samkvæmt almennri fyrirsögn héraðsfundar og annast reiknings-
hald. Gerir hún héraösfundi grein fyrir starfsemi sjóösins og leggur
endurskoðaða reikninga fyrir hann til samþykktar.
Arangurinn af störfum héraössjóðanna veltur vissulega mjög á
þvi, hversu til tekst um fjárútvegi til þeirra, en slikir sjóðir geta
gegnt miklu hlutverki, verkefnin eru næg og brýn.
Um 10. gr.
Rétt þykir aó hafa heimildarákvæði um setningu reglugeróar um
þau efni sem lögin taka til.
Um 11. gr.
Gert er ráð fyrir þvi i greininni, að um álagningu gjalda á
árinu 1982 fari samkvæmt þeim.