Gerðir kirkjuþings - 1982, Side 93
83
Ef vilji væri fyrir hendi til aö hrinda fram þessari hugmynd,
mætti i framhaldi af þvi að vinna aö 1. valkosti laga reglugerð
aö þessari framkvæmd og breyta þingsköpum kirkjuþings, þannig að
kirkjuþing myndi starfa eftir framangreindum leiðum með tveimur
aðalnefndum: Löggjafar- og fjárveitingarnefnd, sem fjallaói um
þau málefni og allsherjarnefnd, sem fjallaði um nefndarálit starf-
andi nefnda, setningu nýrra nefnda og erindisbréf. Gjörðir kirkju
þings varóandi allsherjarnefnd myndu fyrst og fremst varða störf
þessara nefnda i formi þakklætis, ábendinga, fyrirspurna og
varðandi nýjar nefndir, kosninga i nefndir og samþykki erinda
(erindisbréfs).
Ennfremur er nauðsynlegt að huga aó þvi með hvaða hætti kirkju-
þing starfi i tengslum við aðrar stofnanir og umfjöllunaraóila
innan þjóðkirkjunnar. Tvo valkosti mætti ihuga:
1. Haldnir yrðu leiðarfundir kirkjuþings áður en kirkjuþing kæmi
saman, þar sem kjörnir fulltrúar boðuðu til fundar með um-
bjóðendum sinum.
2. Kjörnum þingfulltrúum yrði gert að skyldu að koma á héraðs-
fundi i sinu kjördæmi, þar sem þeir hverju sinni segðu frá
gjörðum kirkjuþings, tækju á móti málum til flutnings á kirkju
þingi og flyttu þau mál sem þeir hyggðust sjálfir flytja á
kirkjuþingi, þannig aó þau mál fengju umfjöllun þar.
Öllum þessum hugmyndum mætti huga að og koma fram að hluta eða
öllu leyti með þeirri tillögu sem hér er flutt, jafnframt þvi aó
vinna áfram að framgangi þeirra lagafrumvarpa sem kirkjuþing hefur
fjallað um á 11. og 12 kirkjuþingi og fjallar um áfram.
Við fyrri umræðu lagði sr. Jón Bjarman til að málinu yrði vísað
til nefndar með dagskrártillögu, var það samþykkt og málinu
visað til löggjafarnefndar. Nefndin lagði til, aó tillagan yrði
samþykkt óbreytt. (Frsm. sr. Þorbergur Kristjánsson)
Samþykkt samhljóða.