Gerðir kirkjuþings - 1982, Side 104
94
Eignir og sjóðir, sem bundnir eru ákveðnu biskupsdæmi, heyra undir
biskup þess, en Biskupsstofa annast vörzlu og reikningshald annarra
eigna. Kirkjuþing ræður kirkjueignum þeim, sem hér um ræðir, enda
mæli lög, skipulagsskrár og aðrir löggerningar því eigi í gegn.
6. gr.
Þegar biskup vígir kirkju, gefur hann út máldaga, þar sem lýst er
kirkjunni og getið gripa hennar, eigna og réttinda. Þar skal þess
og getið, hversu mikilli þjónustu kirkjan á rétt á árlega, svo og
hver sóknarmörk eru. Kirkjumáldaga skal rita i sérstaka bók, er
varðveitist við biskupsembættið. Þá leggur biskup hverri kirkju
til sérstaka bók, kirkjubók, sem í verði færðar allar athafnir,
sem framkvæmdar eru í kirkjunni. Verði ágreiningur um fornar
eignir og réttindi kirkna, skal hann útkljáður eftir lögiim um
Kristnisjóð frá 1970 og þar, sem þau ná ekki til, eftir þessum
máldagaskrám:
1. Vilchins biskups frá 1397.
2. Auðunar biskups frá 1318.
3. Jóns biskups Eirikssonar frá 1360.
4. Péturs biskups Þorsteinssonar frá 1394.
5. Ólafs biskups Rögnvaldssonar frá 1461 og síðar.
6. Sigurðarregistri frá um 1525 og siðar.
7. Gisla biskups Jónssonar frá um 1570.
7. gr.
Biskupar skulu vandlega gæta þess, að eigi veljist aðrir til
prestsþjónustu í þjóðkirkjunni en þeir, sem til þess eru hæfir
að framkvæma prestlegt embætti og annast sálgæzlu sóknarbarna
sinna. Er engum óvigðum guðfræðingi heimilt að sækja um prests-
starf i þjónustu kirkjunnar, nema hann hafi áður fengið vottorð
biskups um, að hann fullnægi þeim kröfum, sem gjörðar eru til
prestsvígslu. Nú synjar biskup um slikt vottorð, og er þá þeim,
sem synjaó er, rétt að krefjast þess, að sérstök nefnd athugi og
úrskurði hæfni hans. í henni eiga sæti auk biskups, forseti
guðfræðideildar Háskóla Íslands, og fulltrúi kirkjumálaráðherra.