Gerðir kirkjuþings - 1982, Page 105
95
8. gr.
Biskup íslands situr i forsæti á kirkjuþingi auk þess sem hann
er oddviti Kirkjuráðs. Biskupar eiga allir sæti á kirkjuþingi.
9. gr.
Biskup íslands boðar prestastefnu og leikmannastefnu annaðhvort
ár.
Á prestastefnu hafa atkvæðisrétt allir starfandi þjóðkirkju-
prestar og fastir kennarar guðfræóideildar Háskóla íslands meó
guðfræðimenntun. Aðrir prestar og guðfræðingar eiga rctt til
fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti. Á leikmannastefnu
eiga sæti einn fulltrúi frá hverju prófastsdæmi kjörinn af leik~
mönnum á héraðsfundi og einn fulltrúi fyrir hver landssamtök
kristilegra félaga, sem starfa á kenningargrundvelli þjóðkirkjunnar.
10. gr.
Biskup íslands boðar biskupafund eigi sjaldnar en einu sinni á
ári. Biskupafundur getur lagt mál fyrir kirkjuþing.
11. gr.
Biskupum séu lagðir til embættisbústaðir.
12. gr.
Við visitazíur skal biskup kynna sér kirkjulegt og kristilegt starf
i sóknunum, sambúð prests og sóknarfólks, ásigkomulag kirkju og
prestsseturs og annað það, er varðar hag sóknar og prests. Skal
hann gjöra tillögur til úrbóta, þar sem þurfa þykir. Sóknarpresti
og sóknarnefnd er skylt að koma til visitaziu biskups og vera hcnum
til aðstoðar og láta honum i té þær upplýsingar, sem leitað er
eftir. Þeir skulu undirrita visitaziugjörðina ásamt biskupi, en
heimilt er þeim að láta bóka þar ágreining, ef um slikt er að ræða.
Þyki biskupi i einhverju áfátt um búnað kirkju eða viðhald hennar,
störf sóknarnefndar, framkomu prests og embættisstörf eóa það,
hvernig hann situr staðinn, skal hann vanda um við hlutaðeigendur.
Ennfremur getur hann i visitaziu bókað ákveðnar kröfur sinar i