Gerðir kirkjuþings - 1982, Page 106
96
þessum efnum. Prófastur skal fylgja biskupi á vísitazium og hlutast
til um, að ákvörðunum visitaziu fé fylgt eftir.
13. gr.
Auk lögboðinna skýrslna embættismanna þjóðkirkjunnar er biskupi
rétt að krefja þá skýrslna um störf þeirra og embættisrekstur i
þvi formi, sem hann ákveður. Þá getur biskup skyldaó presta til
þess að sækja kirkjulega fundi.
14. gr.
Biskupar setja prófasta um stundarsakir og presta þegar þörf
krefur.
15. gr.
Nú getur biskup ekki gegnt störfum vegna veikinda, fjarveru
eða af öðrum sérstökum ástæðum, og getur hann þá með samþykki
ráðhcrra falið öðrum að gegna starfinu um hrið á sina ábyrgð.
Nú fellur biskup íslands frá eða lætur af embætti, og skal þá
setja þann biskup, sem eldri er að biskupsvigslu, til þess að
gegna embættinu, unz nýr biskup hefur verið skipaður.
Nú fellur Skálholts- eða Hólabiskup frá eða lætur af embætti,
og skal þá biskup islands gegna störfum hans, unz nýr biskup
hefur veriö skipaður.
16. gr.
Biskup vigir eftirmann sinn i embætti, ella vigir biskup
íslands eóa sá hinna biskupanna, sem eldri er að biskupsvigslu.
17. gr.
Nú losnar biskupsembætti i þjóðkirkjunni. Skal þá ráðherra
láta fara fram biskupskjör og sé þvi lokið innan þriggja mánaða
frá þvi, er embætti losnaði eða fráfarandi biskupi var veitt lausn.