Gerðir kirkjuþings - 1982, Page 159
149
felur Kirkjuráði að fylgja þessum málum eftir við viðkomandi
yfirvöld.
11. Þar sem ekkert er minnst á 4. mál kirkjuþings 1980 um lækkun á
raforkuverði til kirkna, vill nefndin spyrjast fyrir um hvað
gert hefur verið i þvi máli og hvar það er statt nú.
12. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni yfir hversu mörg lög er varða
kirkjuna voru afgreidd frá Alþingi á s.l. ári og að kirkjumála-
ráðherra skyldi veita svo mætum manni sem Ármanni Snævarr leyfi
frá störfum til að helga sig endurskoðun kirkjulöggjafarinnar.
Sérstaklega fagnar nefndin lögum um söngmálastjóra og Tónskóla
þjóðkirkjunnar, um kirkjubyggingasjóð, um biskupskosningu og
lög um samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar, en nefndin
telur að fenginni reynslu að lög um biskupskosningu þurfi endur-
skoðunar við.
13. Jóhanna Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Skálholt
og sr. Ingólfur Guðmundsson, lektor, frá menntamálanefnd þjóð-
kirkjunnar komu á fund nefndarinnar.
Að fengnum upplýsingum og umræðum nefndarmanna og gesta leggur
allsherjarnefnd til að kjörin verði 3ja manna milliþinganefnd,
sem hafi það hlutverk að kanna skipan og starfsemi nefnda á vegum
þjóðkirkjunnar og gera tillögur um samræmingu i starfi þeirra.
Nefndin skili áliti til biskups ekki siðar en mánuði fyrir næsta
kirkjuþing. (Sjá afgreiðslu 32. máls og skipun nefndar.)
Um reikninga Kristnisjóðs vill allsherjarnefndin taka eftirfarandi
f ram:
1. Æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, sr. Agnes Sigurðardóttir mætti
á fund nefndarinnar og gaf upplýsingar um ýmsan kostnað sjóðsins
til æskulýðs- og skiftinemastarfs.
2. Helgi Hróbjartsson, starfsmaður sjómannastarfs mætti á fund
nefndarinnar og gaf upplýsingar um starfið og ýmsan kostnað vegna
sjómannastarfsins.