Gerðir kirkjuþings - 1982, Side 166
156
Ekki mun til vera nein ákveóin skrá eða fyrirmæli, - er segja
til um það, hvaóa nefndir teljist fastanefndir. Eins og kunnugt er,
hafa nefndir verió stofnaóar og í þær kosið á prestastefnu, kirkju-
þingi, í kirkjuráói og af biskupi. Sumar nefndir eru skipaðar eftir
tilnefningu. Um fastmótað fyrirkomulag á skipun nefnda hefur ekki
verió aó ræða.
Ég teldi æskilegt aó fastanefndir Þjóðkirkjunnar verói skipaóar
af kirkjuþingi, og starfstimi þeirra sé 4 ár, likt og vió kjör kirkju-
þingsmanna.
Fastanefndir kirkjunnar mega teljast:
Utanríkisnefnd: Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast meó
starfi erlendra kirkjudeilda og sambanda, og annast um þau
mál er berast erlendis frá, taka afstöóu til þeirra og gefa
upplýsingar. Þá er það og verk nefndarinnar að annast fyrir-
greiöslu og veita aöstoó í sambandi viö komu útlendinga, er hingaó
koma i erindum kirkjunnar. Nefndin er nýtilkomin og skipuó til
eins árs af biskupi.
Æskulýósnefnd: Hlutverk nefndarinnar er að hafa frumkvæói og
stefnumótun i æskulýósmálum kirkjunnar og vera æskulýðsfulltrúa
og biskupi ráögefandi aóili i kristilegu æskulýósstarfi.
Handbókarnefnd: Hlutverk nefndarinnar er aö vera ráógefandi
aóili um notkun hinnar nýju handbókar og taka til athugunar
þær tillögur sem fram koma til breytinga á bókinni.
Kirkjulistarnefnd: Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðgefandi
um kirkjulist, gerð og búnaö kirkna (orna- og instrumenta).
Menntamálanefnd: Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast meö mennta-
málum þjóóarinnar, og löggjöf þar að lútandi. - Verk nefndarinnar
er aó vera á verði gagnvart þjóðfélagslegum vandamálum, aö trúar
- og siðgæðissjónarmiöa sé gætt i menntun þjóóarinnar, skóla- og
fræóslumálum.
Kirkjufræóslunefnd: Hlutverk nefndarinnar er að gera könnun á
fræðslustarfsemi kirkjunnar aö því er varóar hina kristilegu upp-
fræðslu og kenningu og benda á leiðir til þess að sem best verði
staóið aó kristilegu uppeldi þjóðarinnar.