Gerðir kirkjuþings - 1982, Qupperneq 169
159
Þinglausnir
fimmtudaginn 18. nóvembe
Hr. Pétur Sigurgeirsson,
r 1982.
biskup.
Þegar ég lít yfir liðna daga þessa kirkjuþings, og hugsa um
það samstarf, þann samhug og góða anda, sem Guð hefur gefið okkur
til þess að vinna störfin, er til féllu á hverjum degi, - þá koma
mér í hug ummæli, sem Páll postuli hafði um safnaðarvini sína í
Korinthu, hann kallaði þá samverkamenn Guðs.
Hann var þó hvorki að upphefja sig eða þá með því að gefa
þeim þennan vitnisburð, það kemur fram í skrifum Páls og það þekkjum
við vel af skoðunum og viðhorfum postulans, er hann niðurlægði
sjálfan sig, talaði um sig sem sístan postulanna, um veikleika sinn,
- og af því einu gæti hann reyndar hrósað sér. Það var Guðs-nafnið,
erindi Guðs, sem skipti öllu- máli, og að mega starfa saman að
málefni Guðs, fagnaðarerindi hans, það var hið stóra, bæði fyrir
hann,trúbræður hans og systur.
Um kirkjuþingið, hvaða störf þið unnuð og hvernig, á ég ekki
betra orð en Páls, - og vil segja hið sama, nefna þingið - ykkur
þessum tveimur orðum: samverkamenn Guðs.
Þakkir.
Ég þakka forráðamönnum Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð fyrir
að kirkjuþingið fékk að starfa hér eins og undanfarið. Það grípur
mann alltaf viss trúartilfinning, lotning og lofsöngur í hjarta
að ganga að þessum helgidómi og inn í forgarða hér. Kirkjan er enn
í smíðum og þó finnst manni eins og lokið sé fullkomnu verki,
ótrúlega mikið átak unnið. Við horfum upp frá kirkjudyrum, látum
hinar fögru útlínur kirkjuturnsins leiða okkur hærra og hærra himni
mót og það er eins og við okkur sé sagt á máli aldanna:
"Upp, upp mín sál".