Gerðir kirkjuþings - 1982, Page 171
161
Kirkjuþinginu þakka ég sarastarfið og hugljúfa samveru, einhug,
áhuga og starfsgleði. Ég þakka nefndarstörfin* sem var svo stór
þáttur í þinghaldinu, formönnum nefndanna, riturum, flutning mála
og framsögumönnum, - ég þakka biskupsritara mikið verk, sem hann
hefur unnið á þinginu svo og farpresti okkar fyrir annasamt starf
og þakkir flyt ég starfsliði á biskupsstofu.
Ég þakka varaforsetum þingsins fyrir ljúfmannlega og örugga
aðstoð við stjórn fundanna. Fráfarandi kirkjuráði þakka ég mikils-
verða hjálp við undirbúning kirkjuþingsins og allt annað samstarf -
og nýtt kirkjuráð býð ég velkomið til starfa.
Kirkjuverði þakka ég góða þjónustu við fundarmenn og dvöl
okkar þessa þingdaga og kvenfélagskonum þakka ég kaffiveitingar,
góðar og hressandi.
Þetta kirkjuþing fékk okkur í hendur mörg verkefni, alls
39 mál fyrir utan fyrirspurnir og við skilum af okkur
öllum þeim málum, frumvörpum og tillögum.
Fyrirfram hefði ég varla þorað að vona, að okkur myndi takast
að afgreiða svo mörg mál, en með ósérhlífni, fórnfýsi og áhuga á
málefnunum þá tókst það. Það skal og haft í huga, að um mörg
þessara mála var áður mikið búið að ræða, og undirbúa, þannig að
þau voru hér svo að segja á lokastigi, hvað afgreiðslu þeirra snertir.
Yið hlutum að gefa því gaum, hvað hinir nýju kirkjuþingsmenn
voru fljótir að setja sig inn í málin og tóku fullan þátt í störfum
þingsins þegar í upphafi.
Um árangur af samþykktum okkar og gjörðum er ekkert ákveðið
hægt að segja nema að við bindum við þingstörfin bestu vonir um
góðan árangur.
Hér hefir æði oft verið minnst á bláu bókina, - það verk sem
þar liggur fyrir í sambandi við starfshætti kirkjunnar, og við
höfum nú á þessu þingi notið mikils góðs af, þar sem eru nýsam-
þykkt kirkjuþingslög er við nú afgreiddum.
Ástæðan til þess að starfsháttanefndin varð til á sínum tíma
og þá um leið að það merka starf var unnið, - ástæðan og hvatningin
að öllu því verki var samþykkt einnar tillögu, - reyndar ekki á
kirkjuþingi, heldur á prestastefnu, fyrir allmörgum árum - ein
einasta setning um að endurskoða starfshætti kirkjunnar, - hugsuð,
flutt og samþykkt, - kom þessari - endurnýjunarhreyfingu af stað.