Són - 01.01.2004, Síða 23

Són - 01.01.2004, Síða 23
KÁTLEGAR KENNINGAR 23 Nú hafa hnekkt þrír samnafnar, þeirs settu hnakka við mér; þeygi bella heinflets þollar tíri. Þó séumk hitt alls mest, at hverr hafskíðs hlœðir, es heitir ølvir, myni síðan reka gesti út. Kenningarnar í þessari vísu eru fleiri og flóknari en áður. Hin virðu- lega kenning þollar heinflets ‚tré sverðsins‘ er í hróplegri andstöðu við inntak setningarinnar því að hermennirnir sem svo eru kenndir bella þeygi tíri, þ.e. hafa ekki frækilegt atferli í frammi. Við nánari athugun kemur í ljós að kenningin er tvíræð og vekur ákveðin hugrenn- ingatengsl. Sverðið er kennt sem flet eða bæli brýnisins og sé fyrri hluta orðsins, hein-, sleppt verður merkingin allt önnur. Horfnir eru hinir hraustu hermenn en í staðinn birtist mynd af búandkörlum sem hafa fátt annað fyrir stafni en húka á bekkjum eða rúmfletjum. Sams konar gráglettni og tvíræðni er í kenningunni hafskíðs hlœðir. Það er kenning um sæfara en stofnorðið hlœðir felur ekki í sér mjög hetjulega skírskot- un. Að hlaða skip krefst krafta fremur en kjarks. Sighvatur minnir hér á lúmskan hátt enn og aftur á hugleysi Svíanna sem ekki þora að opna kot sín fyrir lúnum ferðalöngum af ótta við reiði goðanna. Sjálfur óttast hann að framvegis verði honum úthýst af öllum þeim mönnum sem heita ølvir. Jan de Vries telur að nafnið ølvir sé einhvers konar orðaleikur. Það minni á lýsingarorðið Älværr sem þýðir ‚vingjarnlegur, gestrisinn‘ en karlarnir þrír eru auðvitað allt annað en gestrisnir.47 Fjórða, fimmta og sjötta vísa tengjast saman innbyrðis og mynda eina heild. Sögnin hnekkja ‚vísa á brott, reka burt‘ kemur fyrir í þeim öllum, alls þrisvar. Í fjórðu og fimmtu vísu gerir Sighvatur stólpagrín að sjálfum sér og aumlegu ástandi sínu. Hann dregur upp kostulega mynd af því þegar hann bograr fyrir dyrum fyrsta bæjarins og reynir að stinga nefbroddinum inn fyrir gættina. Hlutverkunum hefur verið snúið við; fulltrúi konungsins bugtar sig og beygir fyrir vesælum búandkarli. Í næsta erindi er sjónarhornið enn hjá heimamönnum og aftur er öllu snúið á hvolf; að þessu sinni er það fáfróð kotkerling sem talar niður til hins konunglega sendiboða og álítur sig skör hærra setta en hann. Í sjöttu vísu færist sjónarhornið til og hringurinn lokast. Við sjáum með augum Sighvats í hnakkann á húsráðendum þegar þeir snúa baki við hröktu skáldinu og fara aftur inn í hlýju og birtu bæjar- ins. Rödd hirðskáldsins fær nú að njóta sín. Í stað hins einfalda mál- fars í fyrri vísunum koma tvíræðar kenningar þar sem skáldið beitir tungutaki dróttkvæðahefðarinnar til að spotta kotungana. 47 Vries (1932–1933:171–172).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.