Són - 01.01.2004, Side 62

Són - 01.01.2004, Side 62
GUNNAR SKARPHÉÐINSSON62 fyrstu, 1. vísu) í merkingunni ‘gráta, barma sér’. Ekki er auðvelt að finna hliðstæðu við þennan málshátt en hér kann að vera á ferð sú kristilega hugs- un að dauðinn sé í raun kærkominn og upphaf betra hlutskiptis. 7 þannig hefir mér lagst í lund: eins konar innskot til fyllingar, stendur líklega með næstu braglínu á eftir: ‘ég er þeirrar skoðunar’. 8 langviðrum skal eyða grund: ‘lang- varandi ótíð getur lagt landið í auðn’. Í safni Guðmundar Jónssonar81 er þessi málsháttur af lángviðrum og lagaleysi mun land vort eyðast. 1 sjaldan hittist feigs vök frörin: þessi málsháttur er til í ýms- um myndum, til dæmis ekki frýs á feigs vök. frörinn: ‘freð- inn, frosinn’, forn lh.þt. af so. frjósa. Í handritinu stendur „frerin“ en Jón Þorkelsson82 taldi rétt að lesa frörin sem er eldri orðmynd enda fæst þá fullkomið rím. Hugmyndin um vök hins feiga kemur víða fram í íslenskum bókmenntum allt fram á okkar daga. Kunn er vísa Indriða Þórkelssonar á Fjalli: „Eina þá er aldrei frýs / Úti á heljarvegi / Kringda römmum álnar-ís / Á sér vök hinn feigi.“ 2 fljóðin verða að öldrum kjörin: Finnur Jónsson83 skýrir þessa braglínu þannig að að öldrum merki ‘eftir eða samkvæmt aldri’ en Möbius84, og fleiri raunar, skýra ‘man wählt sich sein mädchen am trinktisch’ og hlýtur það að teljast eðlilegra. Guðbrandur Vigfússon85 skýrir svo: ‘ladies are chosen partners at merry-makings’. öldur merkir þá í þessu sambandi ‘drykkjuveisla, öldrykkja’. Þetta væri áþekkt orðalag og í 13. vísu „Hávamála“: „Óminnishegri heitir / sá er yfir öldrum þrumir.“ Guðbrandur bendir einnig á fornar frásagnir (Egils saga, kap. 7, og Ynglinga saga, kap. 37) þar sem sagt er frá því að karl og kona drekka saman svokallaðan tvímenning og ástir takast síðan með þeim. Sveinbjörn Egilsson86 þýðir at öldrum ‘inter potandum, in symposio’, þ.e. ‘við drykkju’. kjörinn: ‘kos- inn’, lh.þt. af so. kjósa. 3 lengi hefir það lýst fyri mér: ‘lengi hefur mér verið það 25 81 Guðmundur Jónsson (1830:24). 82 Jón Þorkelsson (1873:síða án blaðsíðutals, næst á undan 141). 83 Den norsk-islandske skjaldedigtning B II (1915:144) og Finnur Jónsson (1931:6). 84 Möbius (1873:39). 85 Corpus poeticum boreale II (1883:368, neðanmáls). 86 Sveinbjörn Egilsson (1860:620). Sjaldan hittist feigs vök frörin. Fljóðin verða að öldrum kjörin. Lengi hefir það lýst fyri mér: lítinn kost á margur und sér. Sagt er frá hve neflaus narir. Nú verður sumt það er manngi varir. Væri betur að eg þegða þokks. Það hefir hver er verður er loks.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.