Són - 01.01.2004, Blaðsíða 63
MÁLSHÁTTAKVÆÐI 63
ljóst’, átt er við efni næstu braglínu. 4 lítinn kost á margur und sér: ‘liden magt
har mangen en’, þannig þýðir Finnur Jónsson.87 kostur virðist merkja hér
‘úrræði’. 5 sagt er frá hve neflaus narir: ‘þess er getið að hinn neflausi lifir
ömurlegu lífi’. neflaus: kannski er átt við örkumlamenn almennt en Möbius88
bendir á að hugsanlega sé átt við þá sem ekki eiga nefa, þ.e. ættingja. Orðið
nefi kemur alloft fyrir í fornu máli í þeirri merkingu. Það mun vera skylt lat-
neska orðinu nepos, þ.e. ‘dóttur- eða sonarsonur’. Þá væri um skylda hug-
mynd að ræða og þá sem fram kemur í 72. vísu „Hávamála“: „Sonur er betri
/ þótt sé síð of alinn / eftir genginn guma. / Sjaldan bautarsteinar / standa
brautu nær / nema reisi niður að nið.“ nara: ‘tóra, hjara’. 6 nú verður sumt það
er manngi varir: ‘nú getur ýmislegt átt sér stað sem enginn hefur gert ráð fyrir’.
Svipaðir málshættir koma víða fyrir, t.d. í Orkneyinga sögu, 30. kap. margan
hendir það er minnst varir. vara er hér ópersónuleg: ‘gruna, hafa hugboð um’. 7
væri betur að eg þegða þokks: ‘það væri til muna betra að ég þegði’. þokks er ef.
af þokkur: ‘hugur’. þokks er hér notað með miðstigi til áherslu. þokks betur:
‘allmiklu betur’. 8 það hefir hver er verður er loks: ‘að lokum uppskera menn eins
og til var sáð’.
1 þrýtur-a þann er verr hefir valt:
Möbius89 þýðir þannig á latínu:
‘sero defatigari eum qui in
pejore causa sit’, þ.e. ‘seint er að
þreyta þann sem hefur verri
málstað’. Málshátturinn kemur
fyrir í lítt breyttri mynd í 125.
kap. í Sverris sögu: seint þrýtur
þann er verr hefir . er verr hefir:
‘sem hefur verri málstað’. Orð-
ið valt veldur nokkrum vand-
kvæðum en Finnur Jónsson90 telur að um sé að ræða atviksorð sem merki
‘ávallt’. Orðið kemur sjaldan fyrir í þessari merkingu og orðaröðin er ekki
vel þjál þar sem neitun fylgir sögninni fremst í setningunni. Jón Þor-
kelsson91 taldi að um væri að ræða lh. þt. af so. velja og velja verr væri þá að
‘taka upp hið verra ráð, hafa verri málstað’ og hljómar það mun betur.
26
87 Finnur Jónsson (1931:346).
88 Möbius (1873:39).
89 Möbius (1873:40).
90 Finnur Jónsson (1914:100).
91 Jón Þorkelsson (1873:141).
Þrýtur-a þann er verr hefir valt.
Verða kann á ýmsa halt.
Misjafnir eru blinds manns bitar.
Bölið köllum vér illt til litar.
Eik hefir það er af öðrum skefur.
Ekki mart er slægra en refur.
Jafnan verður að áflóð stakar.
Auðfengnar eru gelti sakar.