Són - 01.01.2004, Síða 101

Són - 01.01.2004, Síða 101
ÞÝÐINGAR GRÍMS THOMSEN ÚR GRÍSKU 101 þokkann, glaðleikann og heiðríkjuna auk víðari og almennari skír- skotunar. Og á endanum, á síðasta æviári sínu, 1896, þegar Ólympíu- leikar hefjast aftur í Grikklandi, getur skáldið í kvæðinu „Bændaglím- an“ teflt þessu framtaki gegn tómlæti landa sinna sem honum þykja orðnir ærið óglímnir:14 Á fornri hafa frækni trú fjör að nýtt hún kveiki, yngja upp Grikkir aftur nú olympiska leiki, — oss er heldur gjarnara’ að gleyma því góða, sem hjer átti heima. III Það vekur strax athygli hve fjölbreyttar þýðingar Gríms úr grísku eru. Hin þýddu verk eru frá ólíkum tímum, frá sagnakviðum Hómers og til ljóða úr nýgrísku undir ólíkum bragarháttum, eða allt frá forngrískum háttum til forníslenskra eða nýrri rímaðra hátta, og loks eru þau ólíkrar tegundar, eða jafnt úr sögukviðum, leikritum eða ljóðrænum kveðskap af ýmsu tagi, svo sem lofsöngvum, ástar- kvæðum, drykkjuvísum, hjarðljóðum og sigursöngvum, og fjöldi höfunda eftir því. Þannig mynda þessar þýðingar dágott úrval grísks kveðskapar og sýna á hve mismunandi hátt má nálgast hann, að ekki sé minnst á hve misjafnar þær eru að gæðum, eins og einnig má segja um kvæði Gríms frumkveðin, þar sem furðu skammt er oft milli tyrfni og snilldar. Þetta á við um þýðingar Gríms úr „Ilíonskviðu“ þar sem hann snýr tveim köflum, samtali Hektors og Andrómökku úr sjötta þætti og sam- tali Akkillesar og Príams úr þeim tuttugasta og fjórða. Þetta tiltæki býður beinlínis upp á samanburð við þýðingar Sveinbjarnar Egils- sonar á hinum sömu línum, jafnt í lausu máli sem undir fornyrðislagi. Hér fer Grímur þó nýja leið og raunar þá nærtækustu, þar sem hann þýðir undir hætti frumtextans, hexametri. Við það vinnst auðvitað ýmislegt, því að hið jafna og viðstöðulausa hljóðfall er seiðandi og sefj- andi og knýr frásögnina áfram og um leið hug lesandans. En málfarið þarf að vera eðlilegt og þjált eins og hjá Hómer sjálfum þó að hann 14 Grímur Thomsen (1934 I:53).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.