Són - 01.01.2004, Síða 103
ÞÝÐINGAR GRÍMS THOMSEN ÚR GRÍSKU 103
18 Grímur Thomsen (1934 II:163).
lega Gríms sterka hlið. Vitaskuld verður þetta enn ljósara er kemur
að þýðingum á styttri köflum og brotum úr grískum leikritum sem
Grímur þýðir eftir höfuðskáldin fjögur, sjö úr verkum Æskýlosar,
fimm eftir Sófókles, tíu eftir Evrípídes og tvö eftir Aristófanes. Þannig
er hann frumherji í þýðingum grískra leikrita þótt til séu vertiones eftir
Sveinbjörn Egilsson. Samtalskaflarnir eru sem betur fer undir réttum
og upprunalegum hætti sem nefndur hefur verið ræðulag en er á fag-
máli jambískt trímetur og hefur það sér til ágætis að standa sem næst
mæltu máli allra hátta, eftir því sem segir í skáldskaparfræðinni. Því
ætti að vera óþarfi undir þeim hætti að bregða fyrir sig harla óná-
kvæmu orðalagi eins og óneitanlega vill brenna við hjá Grími, svo
sem í ræðu varðmannsins í upphafi Agamemnons eftir Æskýlos sem
segir eftir langa bið á hallarþaki Atreifs eftir sigurteikni:18
Jeg vildi’ eg væri laus við þetta vökustarf,
því vetrarlangt og sumars jeg á þekju dvel,
og eins og hundur ligg á lappir mínar fram.
Hér er eins og mæli maður sem er haldinn starfsleiða og gæti vel
hugsað sér að skipta um vinnu, auk þess sem hann er hundgerður
meira en góðu hófi gegnir með fjórum löppum. En á frummálinu er
tónninn öllu hátíðlegri þar sem hann segir fyrst orðrétt: „Guðina bið
ég að létta af mér þessari byrði, árslangri varðstöðu á hallarþaki
Atreifssonar, liggjandi á olnboganum, í stellingu hunds.“ Hér er
fyrsta orðið, „Guðina“, mikilvægt og gefur tóninn í þríleiknum öllum
sem snýst að miklu leyti, líkt og Paradísarmissir Miltons síðar, um vegu
guða gagnvart mönnum.
En eins og menn muna skiptist sjónleikurinn gríski, jafnt harm-
leikir sem skopleikir, í tvo meginþætti sem eru kórsöngvar og sam-
talsþættir. Hinir fyrrnefndu flokkast undir ljóðlist að sjálfsögðu en í
grískum leikritum er sungið undir ýmsum háttum sem markast af
hrynjandi, oft flókinni og fjölbreyttri. Grímur þýðir allmarga kór-
söngva úr leikritum og beitir þar rímlist óspart og er raunar lítið við
það að athuga í sjálfu sér þótt frumtextinn sé að sjálfsögðu rímlaus.
En hér virðist Grímur fálmandi á stundum og á erfitt með að finna
rétta tóninn. Ekki má gleyma því að kórinn er þáttur í atburðarás-
inni og þarf því að tala mælt mál þótt það megi að vísu vera upphafn-
ara en samtalið og getur jafnvel verið fyrnt eða dórískuskotið á frum-