Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 9

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 9
vekur alvarlegar spurningar um ástæður og úrlausnir. Ástæðurnar eru ekki að fullu ljósar, enda eflaust margvíslegar. Spurningalistum sem kennarar eru beðnir að svara hefur fjölgað mjög undanfarið, ekki síst með könnunum sem sveitarfélög, einkum þó Reykjavík, hafa sjálf frumkvæði að. Rannsóknartengt nám á háskólastigi er orðið umfangsmeira en nokkru sinni fyrr og stúdentar í menntunarfræðum og á fleiri sviðum vilja gjarnan afla gagna í skólum með vettvangsathugunum, viðtölum, skjalaskoðun og spurningalistum. Skólafólk þreytist vitaskuld á því að svara fjölda spurningalista og það eru takmörk fyrir því hversu mörgum og hvernig athugendum skólar geta hleypt inn í umhverfi þar sem viðkvæm samskipti og námsferli eru í gangi. Slíkt skapar viðbótarálag fyrir kennara og nemendur sem óvíst er að skili sér í betra skólastarfi í nánustu framtíð. Þetta ófremdarástand vekur spurningar um hvernig best megi haga brýnum rannsóknum í menntamálum þar sem nauðsynlegt er að reiða sig á gögn úr skólastarfi. Það er hluti af stærra máli sem varðar frelsi rannsakenda, stjórnun rannsókna, rannsóknarheimildir og aðgengi að rannsóknarvettvangi. Vilji rannsakendur til dæmis fara að tilmælum nefndrar skýrslu um úttekt á menntarannsóknum og stofna til langtímarannsóknar, svo sem á áhrifum skóla á lýðræðishugsun eða borgaralega vitund nemenda, gæti slíkt krafist umfangsmikillar gagnaöflunar á vettvangi skólastarfs um árabil. Dapurlegt er þá ef skólar átta sig ekki á gæðamun rannsókna við val á þeim sem heimiluð er gagnaöflun. Verkefni sem hlotið hafa háa samkeppnisstyrki fá þá ef til vill sömu afgreiðslu og nemendaverkefni. Slík staða boðar vá fyrir rannsóknir í menntamálum ef ekki er brugðist við. En hvernig má bregðast við? Nú eru flestar skólastofnanir, þar á meðal leikskólar og grunnskólar, á vegum sveitarfélaga eða starfa með heimild þeirra og þar með hafa þau í hendi sér að takmarka aðgang. Hér þarf að koma til samkomulag um vinnutilhögun sem tryggir aðkomu rannsakenda að skólum en kemur jafnframt í veg fyrir of mikið álag á kennara. Háskólarnir þurfa einnig að taka til í sínum ranni að því er varðar aðferðafræði rannsókna. Ekki er til dæmis ástæða til að heimila öllum nemendum að afla gagna á vettvangi skólastarfs. Í flestum tilvikum ætti að takmarka það við doktorsverkefni og meistaraprófsverkefni þar sem slíkt er nauðsynlegt og líkur eru á að rannsakandinn kunni nokkuð til verka. Aðrar uppsprettur gagna sem nota má í staðinn eru enda vannýttar, svo sem opinber gagnasöfn og söfn úr fyrri rannsóknum sem einungis hafa verið nýtt að hluta, heimildagögn til heimildaritgerða, fyrirliggjandi skjöl og gögn sem aflað er hjá samstúdentum. Rannsakendur ættu jafnframt að hafa í huga að í fæstum tilvikum er nauðsynlegt að afla gagna um allt þýðið hvert svo sem það er og hversu áhrifamikið sem það kann að hljóma að hafa spurt alla! Yfirleitt má tryggja vel viðunandi rannsóknargildi með smærra úrtaki og þar með minnka álag á rannsóknarvettvang. Við þurfum að fara að huga alvarlega að því hvernig best sé að verja rannsóknarakurinn fyrir ofnotkun eða ofbeit, okkur sjálfum og eftirkomendum til hagsbóta. Það er hlutverk Tímarits um menntarannsóknir að benda á leiðir til að tryggja að niðurstöður menntarannsókna hafi gildi í stefnumótun og starfi. 9 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.