Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 58

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 58
58 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 (1994). Gögnin voru færð inn í tölvuforritið NVivo Nud*ist til greiningar. Forritið var notað til að kóða og skipuleggja gögnin. Í fyrstu voru viðtölin kóðuð og flokkuð eftir efnisþáttum viðtalsrammans. Síðan var farin sú leið að kóða gögnin og flokka samkvæmt fjórum meginþemum sem komu sterkt fram við návæma skoðun gagnanna. Í fyrsta lagi eftir skoðunum leikskólastjóranna á markmiðum leikskólastarfs. Í þeim tilgangi var notuð flokkun Lilian Katz (1995) á námsmarkmiðum. Í öðru lagi eftir því hvað þeir telja að börn eigi að læra í leikskóla. Við þá flokkun voru hugmyndir Tony Bertram og Christine Pascal (2002a, 2002b) um árangursríkan námsmann notuð til grundvallar. Í þriðja lagi voru gögnin flokkuð eftir frásögnum leikskólastjóranna á starfsháttum leikskólans. Í þeim tilgangi var stuðst við flokkun Stig Broström á umönnun leikskólakennara sem beinist að þörfum, uppeldi og kennslu barns (Broström, 2003). Í fjórða lagi voru gögnin skoðuð með tilliti til þess hvaða sýn og viðhorf til barna þau endurspegluðu. Loks voru ályktanir dregnar og söguþráður fundinn. Takmarkanir rannsóknarinnar Með því að fara þá leið að fá leyfi til að nýta viðtöl leikskólakennaranema við leikskóla- stjóra sem tekin voru á þriggja ára tímabili safnaðist mikið af gögnum. Nemarnir voru í námskeiði um aðferðafræði rannsókna að læra um viðtöl og fóru á vettvang með nákvæmar leiðbeiningar um hvernig skyldi fara að. Hins vegar eru þessi gögn nokkuð misjöfn að gæðum, viðtölin voru t.d. mislöng og misítarleg. Í flestum tilfellum var um stutt viðtöl að ræða og var einungis rætt einu sinni við hvern leikskólastjóra svo að misjafnt var hve ítarlega spurningum var fylgt eftir og hvort tækifæri gafst til að kafa mjög djúpt eða spyrja nákvæmlega út í tiltekin atriði. Niðurstöður Leikskólakennaranemar á lokaári við Kennara- háskóla Íslands tóku viðtöl við 60 íslenska leikskólastjóra. Gögnin voru flokkuð sam- kvæmt fjórum meginþemum og greind út frá því hvernig leikskólastjórarnir töluðu um markmið leikskólans, hvað börn ættu að læra, hvaða starfsaðferðum ætti að beita og hvaða sýn þeir hefðu á barnið og nám þess. Að lokum voru þeir þættir dregnir fram sem gáfu skýrasta mynd af áhersluatriðum í leikskólastarfinu. Sjálfstæði og nám byggt á áhuga barna Þegar rætt var í viðtölunum um markmið leikskólastarfsins og hvað væri mikilvægt að börn lærðu í leikskólum komu svo til allir viðmælendurnir inn á mikilvægi þess að börn lærðu að vera sjálfstæð í leikskólanum. Einn leikskólastjórinn sagði markmið leik- skólastarfsins vera að „... stuðla að sjálfstæði barna og styðja þau til áræðni, sköpunar og ábyrgðar ...“. Nokkrir viðmælendurnir töluðu um sterka, sjálfstæða einstaklinga. Einn sagði t.d. að markmið starfsins væri „að gera börnin sterkari, gera þau færari og að hæfileikar þeirra fái að njóta sín. ... [Markmiðið er] að leita að hæfileikanum í hverjum og einum og skapa hverjum og einum aðstæður til að fá að njóta sín.“ Annar sagðist leggja áherslu á „... að þau séu klár og að þau geti hugsað og að þau geti skapað“. Umræða um mikilvægi þess að hver og einn einstaklingur fái að njóta sín og að starfið sé byggt á áhuga barnanna var einnig mjög algeng. Í viðtölunum töluðu nokkrir leikskólastjórar t.d. um barnið sem rannsakanda og að í leikskólastarfinu eigi áhugi barnsins að ráða fremur en fyrirfram ákveðið skipulag. Einn viðmælenda lýsti markmiðum starfsins á þennan hátt: „Við viljum hafa sjálfstæð, skapandi börn sem geta unnið saman og hér á að ríkja gleði.“ Þegar viðmælendur lýstu því hvernig nám sem byggist á áhuga barna fer fram tengdist það í huga margra skapandi starfi. Oft kom fram áhersla á að skapandi starf og frelsi barnsins í leikskólanum væri undirbúningur undir framtíðina, eins og fram kemur í þessum orðum: Markmið skólans er náttúrlega bara að gera börnin skapandi og frjálsa ein- staklinga til að takast á við sem sagt formlegra nám síðar. Vera krítískt á Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.