Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 62

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 62
miklar að við hlustum aldrei á rödd barnsins. Það sem við þurfum líka að kunna er að hlusta á börnin, hvað eru þau að segja okkur. Þau hafa svo margt sem við höfum ekki eða höfum bara á annan hátt. Þannig að mér finnst það vera mjög mikilvægt að það sé svona dialog þarna á milli. Þegar leikskólastjórarnir töluðu um kennslu í leikskólanum snerist umræðan oftast um skipulagt starf, eða það starf sem fram fór í samverustund, í hópastarfi eða í verkefnum elstu barnanna. Hugtakið kennsla var yfirleitt ekki notað um þátt starfsfólks í leik barna, vali eða útivist, svo dæmi séu nefnd. Nokkuð al- gengt var að talað væri um sérstaklega skipulagt starf fyrir elstu börnin í leikskólanum þar sem fram færi undirbúningur fyrir grunnskóla. Hér lýsir einn leikskólastjórinn starfinu með elstu börnunum: Það er ákveðið og mjög skipulagt starf fyrir elsta árganginn í skólanum. Það er alveg njörvað niður viku fyrir viku hvað þau gera. Unnið er með þessi efni tímabundið. Þetta er eingöngu fyrir skólahóp og svo var hugmyndin að færa þetta neðar og þróa fyrir næsta árgang fyrir neðan en það er ekki komið svo langt ... Sami viðmælandi lýsti jafnframt togstreitunni milli þess annars vegar að gefa nægan tíma fyrir frjálsan leik barnsins og hins vegar að undirbúa það undir nám í grunnskóla. Hún sagði um starfið með elstu börnunum: „... við erum enn að móta og endurskipuleggja þetta starf. Við viljum heldur ekki hafa þetta of mikið því við viljum sýna leiknum þá virðingu sem hann þarf á að halda.“ Leikskólastjórar sem byggðu á einni ákveð- inni starfsaðferð skáru sig úr að því leyti að þeir töluðu um markvissa kennslu í hegðun sem byggði á aga – jákvæðum aga. Einn þeirra sagði: ... jákvæður hlýlegur og hreinskiptinn agi þar sem að taminn vilji barna er talinn leiðin til frelsis í raun og veru. [Okkar stefna] trúir því að hegðunarkennsla, það er að segja, að kenna börnum hegðun sé einn, sko einn af þremur lykilþáttum tilverunnar hjá börnum. Þarfir barnsins, sjálfsmynd og tilfinningar þess Þættir sem flokkast undir persónulegar/ líkamlegar þarfir barnsins voru ekki oft nefndir í viðtölunum. Þó nefndu nokkrir leikskólastjórarnir mikilvægi næringar, að kunna borðsiði og að sitja til borðs, geta klætt sig, farið á klósett og þvegið sér. Nokkrum sinnum var mikilvægi þess að vinna með sjálfsmynd barnsins og sjálfsþekkingu þess nefnt og áhersla á að barnið öðlist sjálfs- skilning og læri að bera virðingu fyrir sjálfu sér. Þeir voru fáir sem töluðu um hvernig þeir unnu með sjálfsmynd og sjálfsþekkingu. Einn af fáum viðmælenda sem lýsti því á hvern hátt væri unnið með sjálfsmyndina sagði markmiðið vera að barnið gæti staðið upprétt og sagt: Ég heiti X og ég er ofboðslega góð í þessu og þessu. Ég veit að ég er ekkert rosalega góð í þessu en ég er að vinna með það. Þannig að þau finni það að þau hafa ofboðslega sterkar og góðar hliðar og þau séu líka svolítið meðvituð um hvað er það sem ég þarf að vinna með og þau finni það án þess að verða, án þess að finnast það eitthvað neikvætt. Það á nefnilega að vera jákvætt að vita af sínum veiku hliðum vegna þess að það er ekki fyrr en þú veist af þeim sem þú getur farið að vinna með þær. Fáir viðmælendur tjáðu sig um tilfinninga- læsi eða tilfinningatjáningu barnsins, þ.e. færni barnsins til að lesa tilfinningar annarra og tjá eigin tilfinningar. Sá leikskólastjóri sem nefndi að hún legði áherslu á tilfinningatjáningu barnsins og að börnin fengju að tjá tilfinningar sínar sagði: „Að fá líkamlega og tilfinningalega útrás það skiptir miklu máli og læra það.“ Hún talaði um að allt of oft fengju börn ekki að sýna tilfinningar sínar: „Það er ekki í lagi að vera reiður, það er ekki í lagi að vera sorgmæddur og heldur ekki of glaður, og allt það. Maður er alltaf að setja hömlur.“ Sýn á börn Þegar gögnin voru skoðuð með hliðsjón af 62 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.