Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 63

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 63
því hvaða sýn á börn mætti greina í þeim komu fram tvær megináherslur. Annars vegar rómantísk sýn sem leggur áherslu á saklausa barnið sem nýtur barnæskunnar og hins vegar sýn sem leggur áherslu á barnið sem þátttakanda í því að byggja upp þekkingu, ímynd og sammannlega menningu. Leikskólastjórarnir virtust margir líta á leikskólaárin sem tímabil sakleysis og frelsis sem börn eigi að fá tækifæri til að njóta hér og nú. Þeir settu fram mynd af barni sem nýtur þess að vera í leikskóla og hefur það skemmtilegt, er ómótað og þarf fyrst og fremst á vernd að halda. Lögð var áhersla á mikilvægi fyrirmyndar og að umhverfið eigi að vera: „svona blítt og hlýtt“, eins og einn viðmælenda komst að orði. Þetta sjónarhorn kemur m.a. fram hjá leikskólastjóranum sem talaði um barnið sem „ómótað og þurfi ákveðna vernd“ og hún bætti við að í raun ætti „ekki mikið að vera að örva það [barnið] heldur eigi það að fá að blómstra á sínum hraða og að það fái þar rými til þess. ... að það sé byggt upp sem manneskja.“ Einnig kom fram hjá viðmælendunum sú sýn á börn að þau séu þátttakendur í að byggja upp þekkingu, ímynd og sammannlega menningu. Þá er litið á barnið sem geranda sem skapar og skilur umhverfi sitt. Barnið býr yfir færni sem talið er mikilvægt að nýta og áhersla er á að hinir fullorðnu í leikskólanum séu samstarfsfólk barnanna. Lýst var hvernig unnið er í leikskólanum skv. þessum hugmyndum og hvernig frumkvæði og hæfileikar barnanna eru þá nýttir. „Lögð er áhersla á þennan meðfædda hæfileikum barnanna að þau séu klár og að þau geti hugsað og að þau geti skapað.“ Annar leikskólastjóri lýsti því hvernig nám og starf sem byggt er á áhuga og hæfileikum barnanna fer fram: Börn hafa meðfædda áhugahvöt og þau hafa forvitnina og það er það sem við verðum að virkja. Leikskólinn verður því að bjóða upp á gott reynsluumhverfi vegna þess að börnin safna sér í sarpinn og við þurfum alltaf að vera vakandi yfir því hvenær fer fram hjá börnunum einhver uppgötvun, einhver forvitni eða áhugi og þá þurfum við leikskólakennararnir að byggja ofan á það og halda áfram með þetta þannig að það verði að samhengi. Samantekt og umræða Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf íslenskra leikskólastjóra til hlutverks og markmiða leikskólans og sýn þeirra á börn og barnæsku. Ennfremur að kanna hugmyndir þeirra um hvað börn eigi að læra í leikskóla og hvaða starfshætti þeir telji vera æskilega. Gagna var aflað með viðtölum við 60 leikskólastjóra í ólíkum sveitarfélögum. Niðurstöður sýna töluvert samræmi milli þess sem leikskólastjórarnir segja um leik- skólastarfið og markmiða aðalnámskrár leikskóla og laga um leikskóla (Lög um leikskóla nr. 78/1994; Menntamálaráðuneytið, 1999), þó ákveðnir þættir séu sjaldan nefndir. Almennt telja leikskólastjórarnir eitt meginmarkmið leikskólans vera að stuðla að sjálfstæði barnsins og að einstaklingurinn fái að njóta sín. Samskipti og félagslegir þættir voru að mati leikskólastjóranna einnig afar mikilvægir þættir leikskólastarfsins og töldu þeir eitt af meginmarkmiðum leikskólans vera að börnunum liði vel, væru glöð og tækju tillit hvert til annars. Í lögum um leikskóla er lögð áhersla á sjálfstæði barna sem ásamt umburðarlyndi og getu til að leysa málin á friðsamlegan hátt eru sett fram sem markmið leikskólastarfs (Lög um leikskóla nr. 78/1994). Einnig kom fram nokkur áhersla hjá viðmælendunum á mikilvægi þess að barninu finnist það vera hluti af heild og að því finnist það vera hluti af leikskólasamfélaginu. Í aðalnámskrá leikskóla er lögð áhersla á að með þátttöku í barnahópi þurfi barn m.a. að finna að það hafi hlutverki að gegna og að það tilheyri hópnum. Jafnframt kemur þar fram að kenna eigi barninu lýðræðisleg vinnubrögð og að barnið finni að tillit sé tekið til óska þess (Menntamálaráðuneytið, 1999). Þetta er einnig í samræmi við skilgreiningu Katz og Chard (Katz, 1995; Katz og Chard; 1989) á tilfinningamarkmiðum leikskólans sem m.a. 63 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.