Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 49

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 49
49 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 getu þeirra, svo og gagnvart umsækjendum sem óska eftir að komast inn án þess að hafa lokið stúdentsprófi. Það hlýtur að vera skylda háskólanna að nota forspárþætti sem hafa háa fylgni við gengi í náminu, ekki síst til að fækka þeim tilfellum þar sem háskólarnir hafna umsækjendum sem vel hefðu ráðið við námið. Í öðru lagi má nefna rök tengd gæðum námsins. Til að halda uppi gæðum í háskólanámi er nauðsynlegt að innritaðir séu fyrst og fremst þeir nemendur sem ráða vel við námið. Ásókn í háskólanám hefur aukist mjög á síðustu árum (Jón Torfi Jónasson, 2004; OECD, 2005) og sú þróun hefur leitt til þess að einstaklingar með mjög mismunandi námsgetu sækjast eftir háskólanámi. Raunar benda erlend gögn til þess að almenn hugræn geta þeirra sem útskrifast úr háskóla hafi farið lækkandi milli 1970 og 1992 (Wonderlic, Inc., 1992). Mismunandi innihald stúdentsprófsins og jafnvel einkunnaverðbólga getur þýtt að erfitt er að meta og bera saman umsækjendur um háskólanám. Þá er eins og áður segir óljóst hversu mikið forspárgildi aðrir þættir sem notaðir eru, svo sem aldur, markmið og starfsreynsla nemenda, hafa fyrir árangur nemenda, enda eru þessir þættir yfirleitt metnir mjög huglægt. Inntökupróf eru sanngjörn leið til að velja inn góða nemendur sem ráða við námið og þau eru ekki viðkvæm fyrir einkunnaverðbólgu eða huglægu mati. Ef háskólum tekst ekki vel upp við að velja úr bestu nemendurna er hætt við að gæðum námsins hraki smám saman. Loks má nefna hagkvæmnisrök. Aukin hagkvæmni í rekstri háskólanna og í samfélag- inu í heild gæti náðst með því að háskóladeildir notuðu við val á nemendum forspárþætti sem tengjast árangri í náminu með ennþá sterkari hætti en nú er, því þá gætu fleiri nemendur sem ekki ráða við námið sparað sér þann tíma og vonbrigði sem fylgja því að byrja í námi og hætta og háskólarnir gætu sparað sér kostnað við kennslu þeirra nemenda. Abstract The value of secondary school grades and cognitive ability in the prediction of college achievement The study examines the predictive validity of secondary school marks and a test measuring general cognitive ability (Wonderlic Personnel Test) for undergraduate GPA. Results based on correlational data for 85 business and computer science students suggest that cognitive ability predicted undergraduate GPA slightly better than secondary school grades (r= 0.39 compared to r=0.29). The correlation between the two predictors was low enough (r=0.16) so that the addition of cognitive ability almost doubled the prediction (9% additional variance explained), allowing an explanation of 18% of the variance. These results suggest that Icelandic academic departments who select students for admission to their programs can improve the success rate of their students by using a cognitive ability test in addition to secondary school grades in their admissions process. Heimildir ACT (e.d.). ACT assessment. Sótt 15. sept. 2005 af http://www.act.org/aap/ American Educational Research Association og American Educational Association (1999). Standards for Educational and Psychological Testing. Washington D.C.: Höfundur. Bridgeman, B., Pollack, J. og Burton, N. W. (2004). Understanding what SAT reasoning test scores add to high school grades: A straightforward approach. College Board Research Report no. 2004–4. Sótt 10. sept. 2005 af http:// www.collegeboard.com/research/home/ Gildi stúdentsprófseinkunnar og hugrænnar getu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.